CVS drepur í: „Sígarettur eiga ekki samleið með heilbrigðisþjónustu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 16:07 Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum CVS fyrir 1. október á þessu ári. vísir/getty CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira