Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 79-88 Árni Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2014 18:45 Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Það sem skóp sigurinn var sterk byrjun þeirra í seinni hálfleik þar sem þær náðu 15 stiga forskoti og létu það ekki af hendi þrátt fyrir tilraunir Keflvíkinga að ná þeim. Þar með styrktu þær stöðu sína á toppi Dominos-deildarinnar og þykja ansi líklegar til að ná deildarmeistartitlinum ásamt því að vera til alls líklegar í úrslitakeppninni. Leikurinn í kvöld byrjaði í miklu jafnvægi, liðin skiptust á að skora körfur á milli þess sem þau geiguðu bæði úr opnum færum. Það var greinilegt að mikið var í húfi fyrir stöðuna í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fyrstu fimm mínútur fyrsta leikhluta en þá náðu gestirnir úr Stykkishólmi að slíta sig örlítið frá Keflvíkingum. Snæfell náði mest sex stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og enduðu þær fjórðunginn með fjögurra stiga forystu 21-25. Þær höfðu verið eiltítið ákveðnari í sínum aðgerðum seinn hluta fjórðungsins og voru vel að forystunni komnar. Keflvíkingar komu heldur hressari til leiks þegar annar leikhluti hófst og náðu að vinna upp forskot gestanna og komast yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Mest komust þær fimm stigum yfir en Snæfellskonur náðu áttum aftur og voru búnar að jafna metin þegar ein og hálf mínúta lifði til hálfleiks. Skiptust liðin á að skora síðan þar til hálfleiksflautan gall og staðan hnífjöfn í hálfleik 44-44. Atkvæðamestar á vellinum í hálfleik voru þær Sara Hinriksdóttir fyrir Keflavík, með 13 stig og 4 fráköst en hjá Snæfellingum var Chynna Brown einnig með 13 stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur náð að blása eldmóð í sínar dömur í hálfleik því þær komu inn í seinni hálfleikinn af rosalegum krafti. Gestirnir skoruðu fyrstu 15 stigin í seinni hálfleik og komu sér í þægilega forystu. Keflvíkingar voru þvingaðar í að skjóta erfiðum skotum en vörn gestanna var virkilega góð og í sókninni skoruðu Snæfellingar nánast að vild. Keflvíkingar náðu þó að taka örlítið við sér þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður og náðu 8-0 spretti en Snæfellingar stöðvuðu þann sprett og luku fjórðungnum með 15 stiga forskot, 57-68. Í fjórða leikhluta var þetta spurning fyrir gestina að halda áfram að gera það sem þær voru búnar að gera vel sem þær og gerðu. Snæfellingar náðu að halda Keflvíkingum 13-17 stigum fyrir aftan sig allan fjórða leikhluta og sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn. Diamber Johnson náði síðan að laga stöðuna á lokamínútunni fyrir heimakonur með því að skora seinustu átta stig leiksins. Stigahæstar voru þær Sara Hinriksdóttir hjá Keflavík með 21 stig og Chynna Brown skoraði 23 stig fyrir Snæfell.Andy Johnston: Of mikið að fá 44 stig á sig í hvorum hálfleik „Þetta var blanda af lélegri skotnýtingu og lélegri vörn hjá okkur í upphafi seinni hálfleiks sem kostaði okkur leikinn", sagði þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Þær skoruðu nánast að vild og sagði ég við mína leikmenn í hálfleik að sóknarleikur okkar væri í góðum málum en að við þyrftum að bæta vörnina okkar. Snæfell skorar 44 stig í báðum hálfleikjum og það er of mikið að mínu mati." Birna Valgarðsdóttir sneri aftur í lið Keflvíkinga og taldi Andy að hún myndi hjálpa gífurlega mikið til á lokasprettinum en hún hafði aðeins náð einni æfingu fyrir leikinn í kvöld en skilaði samt sem áður góðu framlagi. Varðandi lokasprettinn í deildinni sagði Andy: „Við verðum að halda áfram, við höfum verið að spila betur undanfarið og það hafa orðið breytingar á leikmannahópnum og þarf nýr leikmaður að komast inn í hlutina hjá okkur. Síðan erum við að fara í erfiða leiki þar sem við mætum Haukum tvisvar og Snæfell var í kvöld en ef við höldum áfram getum við lokið keppninni sómasamlega og verið að spila okkar besta leik þegar kemur að úrslitakeppninni." Andy var spurður út í brotthvarf Porsche Landry en Diamber Johnson kom inn í Keflavíkur liðið fyrir hana. „Porsche er góður leikmaður og mér líkar vel við hana en við vorum að leita að meiri hæð í liðið og hefur það ekkert með Porsche að gera. Þannig að við ákváðum að fá Diamber inn í þetta hjá okkur."Ingi Þór Steinþórsson: Bað þær vinsamlegast um að setja smá stolt og kraft í leikinn Þjálfari Snæfellinga var spurður að því hvernig hálfleiksræðan hafi verið en leikmenn hans komu af svakalegum krafti út í seinni hálfleik og kláruðu leikinn á upphafsmínútum hálfleiksins. „Ég bara bað þær vinsamlegast um að setja smá stolt og kraft í leikinn. Mér fannst við vera í eltingaleik og Keflvíkingar fengu allt of mikið pláss til að gera það sem þær vildu. Í upphafi voru liðin að skora að vild og okkar stíll hefur ekki verið að spila svona dapurlega. Ég sá það að krafturinn sem við settum í KR leikinn, sem var mikill, kostaði sitt og lykilmanneskjur voru þreyttar í dag en við komum sterkar inn í seinni hálfleik. Vörnin var það síðan sem skilaði sigrinum, við náðum að stoppa þær og skora í bakið á þeim og náðum mest 17 stiga forskoti. Vörnin var það síðan sem skilaði sigrinum, við náðum að stoppa þær og skora í bakið á þeim og náðum mest 17 stiga forskoti." „Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og þó að það líti vel út að verða deildarmeistari þá megum við ekkert slaka neitt á. Það eru öll lið í brjálaðri samkeppni og við verðum að taka þátt í því."Keflavík: Sara Hinriksdóttir 21, Diamber Johnson 18, Bryndís Guðmundsdóttir 14/10, Birna Valgarðsdóttir 13, Bríet Hinriksdóttir 6, Sandra Þrastardóttir 5, Thelma Ásgeirsdóttir 2.Snæfell: Chynna Brown 23, Hildur Sigurðardóttir 21, Hildur Kjartansdóttir 18/12, Elín Kristjánsdóttir 10, Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Björgvinsdóttir 6, Hugrún Valdimarsdóttir 4.40. mín. | 79-88: Leiknum er lokið. Sigur Snæfellinga var sanngjarn að lokum en grunnurinn var lagður að honum í byrjun seinni hálfleiks þegar þær náðu 15-0 sprett. Þær eru þá með nokkuð góða forystu á toppi Dominos-deildarinnar.39. mín. | 71-82: Keflvíkingar eru að reyna eins og þær geta þessa stundina en Snæfellingar eru alltaf með svar við aðgerðum heimakvenna.37. mín. | 63-78: Snæfellingar eru að ná að halda forskotinu í 13 til 17 stigum og fer tíminn að verða knappur fyrir Keflvíkinga ef þær ætla að ná sigrinum í kvöld. Diamber Johnson minnkaði muninn í 15 stig.35. mín. | 61-76: Keflvíkingar ná að rjúfa 60 stiga múrinn en þetta var 12. stigið hjá báðum liðum í fjórðungnum.35. mín. | 59-76: Eftir nokkrar stigalausar mínútur þá náðu Snæfellingar að skora og auka forskot sitt. Keflavík missti síðan boltann útaf skrefi og Andy Johnston tók leikhlé.33. mín. | 59-74: Bæði lið tapa boltanum út af góðri vörn hjá hvoru öðru. Er forystan of mikil fyrir Keflvíkinga, það líður á leikinn.32. mín. | 59-74: Gestirnir eru að ná að halda heimakonum þægilega fyrir aftan sig.31. mín. | 57-72: Lokafjórðungurinn er hafinn og Snæfellingar eru fyrstar á blað og skora fjögur stig í röð.30. mín. | 57-68: Snæfellingar náðu að stöðva sprettinn og bæta við fjórum stigum í röð. Birna Valgarðs. skoraði þá og fékk villu að auki þar sem vítið rataði rétta leið. Snæfellingar reyndu lokaskot fjórðungsins sem geigaði. Snæfellingar byrjuðu fjórðunginn mun betur en Keflavík náði aðeins að rétta úr kútnum. 11 stig er ekki mikið í körfubolta.29. mín. | 58-64: 8-0 sprettur hjá Keflavík núna, þær náðu að vakna áður en það var orðið of seint og þetta er orðinn leikur aftur.28. mín. | 50-64: Keflvíkingar hafa náð að laga stöðuna örlítið en þó bara um tvö fjögur stig. Mikið af vannýttum skottilraunum núna.26. mín. | 46-64: 18 stiga munur og Snæfellingar ætla ekkert að slaka á.25. mín. | 46-59: Spretturinn var kominn í 15-0 fyrir Snæfell áður en Keflavík komst á blað í seinni hálfleik. Ef Keflvíkingar fara ekki varlega gætu gestirnir stungið af.24. mín. | 44-57: Snæfellingar nýttu vítaskotin og unnu síðan boltann af Keflvíkingum og forystan komin í 11 stig og síðan 13. Miklu ákveðnari gestirnir á upphafsmínútum seinni hálfleiks.23. mín. | 44-51: Enn klikka heimakonur á skotum og gestirnir hafa tekið sjö stiga forystu og geta aukið það í níu stig en þær eiga tvö vítaskot inni. Keflavík tók leikhlé þegar 7:17 eru eftir.22. mín. | 44-49: Snæfellingar eru komnar með fimm stiga forystu. Það verður að segjast að heimakonur hafa verið óheppnar með skot sín.21. mín. | 44-47: Seinni hálfleikur er hafinn og Snæfell hóf þriðja leikhluta með boltann. Þær náðu ekki að nýta sóknina og Keflavík hélt í sókn sem ekki var nýtt. Hildur Sigurðardóttir skoraði síðan fyrstu stig fjórðungsins með þriggja stiga körfu.20. mín. | 44-44: Lokamínúta fyrri hálfleiks. Snæfell missti boltann eftir sóknarvillu og Keflavík hélt í sókn sem þær nýttu og Snæfell reyndi við lokaskotið. Chynna Brown skoraði úr því og staðan því hnífjöfn í hálfleik. Við snúum aftur eftir smástund.19. mín. | 42-42: Liðin skiptast á að skora og Snæfellingar ná að jafna leikinn. Þetta verður spennandi í kvöld. Keflavík tekur leikhlé eftir að hafa tapað boltanum klaufalega.18. mín. | 40-38: Chynna Brown minnkaði muninn í 2 stig með þriggja stiga körfu, næsta skot Keflvíkinga var svokallaður Air-ball og það er tekið leikhlé þegar 2:43 eru til hálfleiks.17. mín. | 40-35: Reynsluboltinn Birna Valgarðsdóttir að skora sirkus körfu og fá villu að auki. Vítið ratar rétta leið og forystan er fimm stig.16. mín. | 37-33: Chynna Brown með glæsilega körfu í anda Kobe Bryant þar sem hún er fallandi fra körfunni. Heimakonur halda þó forskotinu í fjórum stigum.15. mín. | 35-31: Meiri stemmning með heimakonum núna, þær eru komnar í fjögurra stiga forystu.14. mín. | 32-31: Keflvíkingar komust yfir en þó bara einu stigi. Þær hafa verið að grípa sóknarfráköst sem hefur verið vandamál hjá þeim í vetur.13. mín. | 29-29: Snæfellingar taka leikhlé þegar 7:10 eru eftir, þær náðu forystu í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar hafa náð að jafna og eru að spila betur þessa stundina í vörn og sókn.12. mín. | 29-29: Skipst á að skora þessa stundina. Keflvíkingar hafa náð að jafna. Diamber Johnson er komin með 4 stig hjá gestgjöfunum.11. mín. | 23-25: Annar fjórðungur er hafinn. Heimakonur byrja fjórðunginn. Stigahæstar eru Bryndís Guðmunds. hjá Keflavík með 8 stig og Hildur Kjartansdóttir er búin að skora 12 stig fyrir gestina. Bryndís bætti síðan við sínum 10. stigi.10. mín. | 21-25: Hildur Sigurðardóttir náði að skora fyrir Snæfell og fékk villu að auki. Vítaskotið rataði rétta leið. Keflvíkingar áttu síðan í vandræðum í sókninni sinni en voru að ná sóknarfráköstum og luku fjórðungnum á seinasta skotinu sem geigaði. Jafnvægi í þessum leik ennþá.9. mín. | 21-22: Birna Valgarðs. er komin á blað en hún sökkti þriggja stiga skoti til að helminga forystu Snæfells. Bryndís Guðmunds. brunaði síðan upp völlinn og náði forystunni niður í eitt stig.7. mín. | 14-20: Birna Valgarðsdóttir er komin inn á. Gestirnir halda forystunni og hafa aukið hana í sex stig.6. mín. | 13-16: Það er jafnvægi með liðunum þessar fyrstu mínútur en leikhlé er tekið þegar 4:02 eru eftir af fjórðungnum.5. mín. | 11-14: Snæfellingar náðu fjögurra stiga forystu en Sara Hinriksdóttir náði að minnka muninn í 1 stig áður en Snæfellingar komust aftur þremur stigum yfir.4. mín. | 8-8: Liðin skiptast á að skora og enn er jafnt.3. mín. | 6-6: Keflvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum en síðan þá hafa bæði lið verið að klikka á skotum. Og náttúrurlega um leið og ég skrifa þessi orð skorar bæði lið með stuttu millibili og staðan er jöfn.1. mín. | 2-2: Leikurinn er hafinn og Snæfell hefur sókn og geigar úr fyrsta skoti leiksins. Keflvíkingar héldu í sókn og skoruðu fyrstu stig leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna metin.Fyrir leik: Tæpar tvær mínútur í að þetta hefjist. Bæði lið eru í lokaundirbúningnum fyrir átökin. Ég vona að þessi leikur verði spennandi.Fyrir leik: Liðin hafa mæst tvisvar áður í vetur og hafa skipt leikjunum bróðurlega á milli sín. Í nóvember vann Keflavík í Stykkishólmi með einu stigi í miklum spennuleik. Síðan á aðventunni skúraði Snæfell parketið í TM-höllinni með liði Keflavíkur og hirti toppsætið. Leikar enduðu 58-84 fyrir Snæfell og hafa dömurnar úr Stykkishólmi ekki látið efsta sætið af hendi síðan þá.Fyrir leik: Birna Valgarðsdóttir snýr aftur í lið Keflavíkur en hún hefur lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Þar er um að ræða mikla reynslu sem snýr til baka í annars ungt lið heimakvenna.Fyrir leik: Liðin eru eins og segir í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Snæfellingar geta stigið stórt skref í áttina að deildameistaratitlinum með sigri. Keflvíkingar gætu hinsvegar með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti eða jafnvel náð öðru sætinu ef Haukar tapa fyrir Hamri í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir með okkur á Boltavaktina. Við erum í TM-höllinni í Keflavík og ætlum að fylgjast með leik Keflavíkur og Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Það sem skóp sigurinn var sterk byrjun þeirra í seinni hálfleik þar sem þær náðu 15 stiga forskoti og létu það ekki af hendi þrátt fyrir tilraunir Keflvíkinga að ná þeim. Þar með styrktu þær stöðu sína á toppi Dominos-deildarinnar og þykja ansi líklegar til að ná deildarmeistartitlinum ásamt því að vera til alls líklegar í úrslitakeppninni. Leikurinn í kvöld byrjaði í miklu jafnvægi, liðin skiptust á að skora körfur á milli þess sem þau geiguðu bæði úr opnum færum. Það var greinilegt að mikið var í húfi fyrir stöðuna í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fyrstu fimm mínútur fyrsta leikhluta en þá náðu gestirnir úr Stykkishólmi að slíta sig örlítið frá Keflvíkingum. Snæfell náði mest sex stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og enduðu þær fjórðunginn með fjögurra stiga forystu 21-25. Þær höfðu verið eiltítið ákveðnari í sínum aðgerðum seinn hluta fjórðungsins og voru vel að forystunni komnar. Keflvíkingar komu heldur hressari til leiks þegar annar leikhluti hófst og náðu að vinna upp forskot gestanna og komast yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Mest komust þær fimm stigum yfir en Snæfellskonur náðu áttum aftur og voru búnar að jafna metin þegar ein og hálf mínúta lifði til hálfleiks. Skiptust liðin á að skora síðan þar til hálfleiksflautan gall og staðan hnífjöfn í hálfleik 44-44. Atkvæðamestar á vellinum í hálfleik voru þær Sara Hinriksdóttir fyrir Keflavík, með 13 stig og 4 fráköst en hjá Snæfellingum var Chynna Brown einnig með 13 stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur náð að blása eldmóð í sínar dömur í hálfleik því þær komu inn í seinni hálfleikinn af rosalegum krafti. Gestirnir skoruðu fyrstu 15 stigin í seinni hálfleik og komu sér í þægilega forystu. Keflvíkingar voru þvingaðar í að skjóta erfiðum skotum en vörn gestanna var virkilega góð og í sókninni skoruðu Snæfellingar nánast að vild. Keflvíkingar náðu þó að taka örlítið við sér þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður og náðu 8-0 spretti en Snæfellingar stöðvuðu þann sprett og luku fjórðungnum með 15 stiga forskot, 57-68. Í fjórða leikhluta var þetta spurning fyrir gestina að halda áfram að gera það sem þær voru búnar að gera vel sem þær og gerðu. Snæfellingar náðu að halda Keflvíkingum 13-17 stigum fyrir aftan sig allan fjórða leikhluta og sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn. Diamber Johnson náði síðan að laga stöðuna á lokamínútunni fyrir heimakonur með því að skora seinustu átta stig leiksins. Stigahæstar voru þær Sara Hinriksdóttir hjá Keflavík með 21 stig og Chynna Brown skoraði 23 stig fyrir Snæfell.Andy Johnston: Of mikið að fá 44 stig á sig í hvorum hálfleik „Þetta var blanda af lélegri skotnýtingu og lélegri vörn hjá okkur í upphafi seinni hálfleiks sem kostaði okkur leikinn", sagði þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Þær skoruðu nánast að vild og sagði ég við mína leikmenn í hálfleik að sóknarleikur okkar væri í góðum málum en að við þyrftum að bæta vörnina okkar. Snæfell skorar 44 stig í báðum hálfleikjum og það er of mikið að mínu mati." Birna Valgarðsdóttir sneri aftur í lið Keflvíkinga og taldi Andy að hún myndi hjálpa gífurlega mikið til á lokasprettinum en hún hafði aðeins náð einni æfingu fyrir leikinn í kvöld en skilaði samt sem áður góðu framlagi. Varðandi lokasprettinn í deildinni sagði Andy: „Við verðum að halda áfram, við höfum verið að spila betur undanfarið og það hafa orðið breytingar á leikmannahópnum og þarf nýr leikmaður að komast inn í hlutina hjá okkur. Síðan erum við að fara í erfiða leiki þar sem við mætum Haukum tvisvar og Snæfell var í kvöld en ef við höldum áfram getum við lokið keppninni sómasamlega og verið að spila okkar besta leik þegar kemur að úrslitakeppninni." Andy var spurður út í brotthvarf Porsche Landry en Diamber Johnson kom inn í Keflavíkur liðið fyrir hana. „Porsche er góður leikmaður og mér líkar vel við hana en við vorum að leita að meiri hæð í liðið og hefur það ekkert með Porsche að gera. Þannig að við ákváðum að fá Diamber inn í þetta hjá okkur."Ingi Þór Steinþórsson: Bað þær vinsamlegast um að setja smá stolt og kraft í leikinn Þjálfari Snæfellinga var spurður að því hvernig hálfleiksræðan hafi verið en leikmenn hans komu af svakalegum krafti út í seinni hálfleik og kláruðu leikinn á upphafsmínútum hálfleiksins. „Ég bara bað þær vinsamlegast um að setja smá stolt og kraft í leikinn. Mér fannst við vera í eltingaleik og Keflvíkingar fengu allt of mikið pláss til að gera það sem þær vildu. Í upphafi voru liðin að skora að vild og okkar stíll hefur ekki verið að spila svona dapurlega. Ég sá það að krafturinn sem við settum í KR leikinn, sem var mikill, kostaði sitt og lykilmanneskjur voru þreyttar í dag en við komum sterkar inn í seinni hálfleik. Vörnin var það síðan sem skilaði sigrinum, við náðum að stoppa þær og skora í bakið á þeim og náðum mest 17 stiga forskoti. Vörnin var það síðan sem skilaði sigrinum, við náðum að stoppa þær og skora í bakið á þeim og náðum mest 17 stiga forskoti." „Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og þó að það líti vel út að verða deildarmeistari þá megum við ekkert slaka neitt á. Það eru öll lið í brjálaðri samkeppni og við verðum að taka þátt í því."Keflavík: Sara Hinriksdóttir 21, Diamber Johnson 18, Bryndís Guðmundsdóttir 14/10, Birna Valgarðsdóttir 13, Bríet Hinriksdóttir 6, Sandra Þrastardóttir 5, Thelma Ásgeirsdóttir 2.Snæfell: Chynna Brown 23, Hildur Sigurðardóttir 21, Hildur Kjartansdóttir 18/12, Elín Kristjánsdóttir 10, Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Björgvinsdóttir 6, Hugrún Valdimarsdóttir 4.40. mín. | 79-88: Leiknum er lokið. Sigur Snæfellinga var sanngjarn að lokum en grunnurinn var lagður að honum í byrjun seinni hálfleiks þegar þær náðu 15-0 sprett. Þær eru þá með nokkuð góða forystu á toppi Dominos-deildarinnar.39. mín. | 71-82: Keflvíkingar eru að reyna eins og þær geta þessa stundina en Snæfellingar eru alltaf með svar við aðgerðum heimakvenna.37. mín. | 63-78: Snæfellingar eru að ná að halda forskotinu í 13 til 17 stigum og fer tíminn að verða knappur fyrir Keflvíkinga ef þær ætla að ná sigrinum í kvöld. Diamber Johnson minnkaði muninn í 15 stig.35. mín. | 61-76: Keflvíkingar ná að rjúfa 60 stiga múrinn en þetta var 12. stigið hjá báðum liðum í fjórðungnum.35. mín. | 59-76: Eftir nokkrar stigalausar mínútur þá náðu Snæfellingar að skora og auka forskot sitt. Keflavík missti síðan boltann útaf skrefi og Andy Johnston tók leikhlé.33. mín. | 59-74: Bæði lið tapa boltanum út af góðri vörn hjá hvoru öðru. Er forystan of mikil fyrir Keflvíkinga, það líður á leikinn.32. mín. | 59-74: Gestirnir eru að ná að halda heimakonum þægilega fyrir aftan sig.31. mín. | 57-72: Lokafjórðungurinn er hafinn og Snæfellingar eru fyrstar á blað og skora fjögur stig í röð.30. mín. | 57-68: Snæfellingar náðu að stöðva sprettinn og bæta við fjórum stigum í röð. Birna Valgarðs. skoraði þá og fékk villu að auki þar sem vítið rataði rétta leið. Snæfellingar reyndu lokaskot fjórðungsins sem geigaði. Snæfellingar byrjuðu fjórðunginn mun betur en Keflavík náði aðeins að rétta úr kútnum. 11 stig er ekki mikið í körfubolta.29. mín. | 58-64: 8-0 sprettur hjá Keflavík núna, þær náðu að vakna áður en það var orðið of seint og þetta er orðinn leikur aftur.28. mín. | 50-64: Keflvíkingar hafa náð að laga stöðuna örlítið en þó bara um tvö fjögur stig. Mikið af vannýttum skottilraunum núna.26. mín. | 46-64: 18 stiga munur og Snæfellingar ætla ekkert að slaka á.25. mín. | 46-59: Spretturinn var kominn í 15-0 fyrir Snæfell áður en Keflavík komst á blað í seinni hálfleik. Ef Keflvíkingar fara ekki varlega gætu gestirnir stungið af.24. mín. | 44-57: Snæfellingar nýttu vítaskotin og unnu síðan boltann af Keflvíkingum og forystan komin í 11 stig og síðan 13. Miklu ákveðnari gestirnir á upphafsmínútum seinni hálfleiks.23. mín. | 44-51: Enn klikka heimakonur á skotum og gestirnir hafa tekið sjö stiga forystu og geta aukið það í níu stig en þær eiga tvö vítaskot inni. Keflavík tók leikhlé þegar 7:17 eru eftir.22. mín. | 44-49: Snæfellingar eru komnar með fimm stiga forystu. Það verður að segjast að heimakonur hafa verið óheppnar með skot sín.21. mín. | 44-47: Seinni hálfleikur er hafinn og Snæfell hóf þriðja leikhluta með boltann. Þær náðu ekki að nýta sóknina og Keflavík hélt í sókn sem ekki var nýtt. Hildur Sigurðardóttir skoraði síðan fyrstu stig fjórðungsins með þriggja stiga körfu.20. mín. | 44-44: Lokamínúta fyrri hálfleiks. Snæfell missti boltann eftir sóknarvillu og Keflavík hélt í sókn sem þær nýttu og Snæfell reyndi við lokaskotið. Chynna Brown skoraði úr því og staðan því hnífjöfn í hálfleik. Við snúum aftur eftir smástund.19. mín. | 42-42: Liðin skiptast á að skora og Snæfellingar ná að jafna leikinn. Þetta verður spennandi í kvöld. Keflavík tekur leikhlé eftir að hafa tapað boltanum klaufalega.18. mín. | 40-38: Chynna Brown minnkaði muninn í 2 stig með þriggja stiga körfu, næsta skot Keflvíkinga var svokallaður Air-ball og það er tekið leikhlé þegar 2:43 eru til hálfleiks.17. mín. | 40-35: Reynsluboltinn Birna Valgarðsdóttir að skora sirkus körfu og fá villu að auki. Vítið ratar rétta leið og forystan er fimm stig.16. mín. | 37-33: Chynna Brown með glæsilega körfu í anda Kobe Bryant þar sem hún er fallandi fra körfunni. Heimakonur halda þó forskotinu í fjórum stigum.15. mín. | 35-31: Meiri stemmning með heimakonum núna, þær eru komnar í fjögurra stiga forystu.14. mín. | 32-31: Keflvíkingar komust yfir en þó bara einu stigi. Þær hafa verið að grípa sóknarfráköst sem hefur verið vandamál hjá þeim í vetur.13. mín. | 29-29: Snæfellingar taka leikhlé þegar 7:10 eru eftir, þær náðu forystu í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar hafa náð að jafna og eru að spila betur þessa stundina í vörn og sókn.12. mín. | 29-29: Skipst á að skora þessa stundina. Keflvíkingar hafa náð að jafna. Diamber Johnson er komin með 4 stig hjá gestgjöfunum.11. mín. | 23-25: Annar fjórðungur er hafinn. Heimakonur byrja fjórðunginn. Stigahæstar eru Bryndís Guðmunds. hjá Keflavík með 8 stig og Hildur Kjartansdóttir er búin að skora 12 stig fyrir gestina. Bryndís bætti síðan við sínum 10. stigi.10. mín. | 21-25: Hildur Sigurðardóttir náði að skora fyrir Snæfell og fékk villu að auki. Vítaskotið rataði rétta leið. Keflvíkingar áttu síðan í vandræðum í sókninni sinni en voru að ná sóknarfráköstum og luku fjórðungnum á seinasta skotinu sem geigaði. Jafnvægi í þessum leik ennþá.9. mín. | 21-22: Birna Valgarðs. er komin á blað en hún sökkti þriggja stiga skoti til að helminga forystu Snæfells. Bryndís Guðmunds. brunaði síðan upp völlinn og náði forystunni niður í eitt stig.7. mín. | 14-20: Birna Valgarðsdóttir er komin inn á. Gestirnir halda forystunni og hafa aukið hana í sex stig.6. mín. | 13-16: Það er jafnvægi með liðunum þessar fyrstu mínútur en leikhlé er tekið þegar 4:02 eru eftir af fjórðungnum.5. mín. | 11-14: Snæfellingar náðu fjögurra stiga forystu en Sara Hinriksdóttir náði að minnka muninn í 1 stig áður en Snæfellingar komust aftur þremur stigum yfir.4. mín. | 8-8: Liðin skiptast á að skora og enn er jafnt.3. mín. | 6-6: Keflvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum en síðan þá hafa bæði lið verið að klikka á skotum. Og náttúrurlega um leið og ég skrifa þessi orð skorar bæði lið með stuttu millibili og staðan er jöfn.1. mín. | 2-2: Leikurinn er hafinn og Snæfell hefur sókn og geigar úr fyrsta skoti leiksins. Keflvíkingar héldu í sókn og skoruðu fyrstu stig leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna metin.Fyrir leik: Tæpar tvær mínútur í að þetta hefjist. Bæði lið eru í lokaundirbúningnum fyrir átökin. Ég vona að þessi leikur verði spennandi.Fyrir leik: Liðin hafa mæst tvisvar áður í vetur og hafa skipt leikjunum bróðurlega á milli sín. Í nóvember vann Keflavík í Stykkishólmi með einu stigi í miklum spennuleik. Síðan á aðventunni skúraði Snæfell parketið í TM-höllinni með liði Keflavíkur og hirti toppsætið. Leikar enduðu 58-84 fyrir Snæfell og hafa dömurnar úr Stykkishólmi ekki látið efsta sætið af hendi síðan þá.Fyrir leik: Birna Valgarðsdóttir snýr aftur í lið Keflavíkur en hún hefur lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Þar er um að ræða mikla reynslu sem snýr til baka í annars ungt lið heimakvenna.Fyrir leik: Liðin eru eins og segir í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Snæfellingar geta stigið stórt skref í áttina að deildameistaratitlinum með sigri. Keflvíkingar gætu hinsvegar með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti eða jafnvel náð öðru sætinu ef Haukar tapa fyrir Hamri í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir með okkur á Boltavaktina. Við erum í TM-höllinni í Keflavík og ætlum að fylgjast með leik Keflavíkur og Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira