Engin lausn í sjónmáli Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2014 18:33 Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira