„Ég nenni alltaf að dreyma“ Björn Teitsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Tónlist Tuttugu og sjö Teitur Magnússon Skúrinn Teitur Magnússon er listamaður fram í fingurgóma, það vita þeir sem til hans þekkja. Hann er líklega þekktastur sem annar söngvara reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta þar sem hann leikur einnig á gítar. 27 er fyrsta sólóskífa Teits og bregður hann þar nokkuð út af leið. Í raun má lesa heilmikið um tónlist plötunnar út frá umslaginu sjálfu, sem er listilega hannað af tónlistar-og myndlistarkonunni Sigurlaugu Gísladóttur, en það gæti allt eins verið hannað á fyrri hluta 8. áratugar síðustu aldar og verið umslag fyrir enska þjóðlagarokkhljómsveit, eða jafnvel íslenska hippa sem voru að heyra proggrokk í fyrsta sinn. Yndislega hallærislegi græni liturinn rammar inn portrett af listamanninum, eins og hann sé að segja berum orðum: „Þetta er ég.“ Skífan er líka hippaleg, mjög rík af áhrifum frá svokallaðri „freak-folk“-þjóðlagatónlist, sem bandarísk-venesúelski tónlistarmaðurinn Devandra Banhart hefur náð hvað lengst með. En það er meira þarna, eitthvað séríslenskt, næstum Magga Eiríks-legar poppballöður, skreyttar með sækadelískum hljóðheimi, frábæru slagverki, flautum og básúnu. Þetta er mjög flott, allt saman. Og þá á eftir að minnast á hugarheiminn, sem er ekki síður mikilvægur og fallegur. Textinn í fyrsta laginu, Nenni, er eftir eitt helsta öndvegisskáld Íslendinga, Benedikt Gröndal. Þessi mikli meistari háfleygninnar og háðsins gaf ljóðið aldrei út. Ef til vill var það ekki nógu háfleygt, gaf of mikinn höggstað á hinu kaldlynda skáldi. En Gröndal var hlýr þegar sá gállinn var á honum, rétt eins og Teitur. Miðað við tilfinningaríkan flutning þess síðarnefnda er í öllu falli trúanlegt að hann taki undir hvert orð: „Ég nenni alltaf að elska/ég nenni alltaf að drekka/ég nenni alltaf að dreyma.“Teitur Magnússon úr Ojba Rasta hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu.Vísir/GVAMunaðarhóf, annað lag plötunnar, er slagari og sömuleiðis Kamelgult, sem hefur að geyma hreint geggjaðar raddanir í rómantískum óð til sígarettunnar þar sem reggíleg básúna birtist einnig – en virkar fullkomlega. Túlkun Teits á lagi Bubba Morthens, Háflóð, er góðra gjalda verð en líklega lágpunktur plötunnar, þó sá punktur fari reyndar aldrei lágt. Þetta er allt, eitthvað… hátt uppi. Þessi frumburður er skemmtilegur, fallegur, ljóðrænn og einlægur. Mike Lindsay á hrós skilið fyrir upptökustjórn og í raun allir sem að henni koma. Teitur er listamaður fram í fingurgóma, þessar 27 mínútur bera vott um það. Niðurstaða: Ein athyglisverðasta plata ársins sem gefur fögur fyrirheit um það sem koma skal. Teitur Magnússon er listamaður fram í fingurgóma. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Tuttugu og sjö Teitur Magnússon Skúrinn Teitur Magnússon er listamaður fram í fingurgóma, það vita þeir sem til hans þekkja. Hann er líklega þekktastur sem annar söngvara reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta þar sem hann leikur einnig á gítar. 27 er fyrsta sólóskífa Teits og bregður hann þar nokkuð út af leið. Í raun má lesa heilmikið um tónlist plötunnar út frá umslaginu sjálfu, sem er listilega hannað af tónlistar-og myndlistarkonunni Sigurlaugu Gísladóttur, en það gæti allt eins verið hannað á fyrri hluta 8. áratugar síðustu aldar og verið umslag fyrir enska þjóðlagarokkhljómsveit, eða jafnvel íslenska hippa sem voru að heyra proggrokk í fyrsta sinn. Yndislega hallærislegi græni liturinn rammar inn portrett af listamanninum, eins og hann sé að segja berum orðum: „Þetta er ég.“ Skífan er líka hippaleg, mjög rík af áhrifum frá svokallaðri „freak-folk“-þjóðlagatónlist, sem bandarísk-venesúelski tónlistarmaðurinn Devandra Banhart hefur náð hvað lengst með. En það er meira þarna, eitthvað séríslenskt, næstum Magga Eiríks-legar poppballöður, skreyttar með sækadelískum hljóðheimi, frábæru slagverki, flautum og básúnu. Þetta er mjög flott, allt saman. Og þá á eftir að minnast á hugarheiminn, sem er ekki síður mikilvægur og fallegur. Textinn í fyrsta laginu, Nenni, er eftir eitt helsta öndvegisskáld Íslendinga, Benedikt Gröndal. Þessi mikli meistari háfleygninnar og háðsins gaf ljóðið aldrei út. Ef til vill var það ekki nógu háfleygt, gaf of mikinn höggstað á hinu kaldlynda skáldi. En Gröndal var hlýr þegar sá gállinn var á honum, rétt eins og Teitur. Miðað við tilfinningaríkan flutning þess síðarnefnda er í öllu falli trúanlegt að hann taki undir hvert orð: „Ég nenni alltaf að elska/ég nenni alltaf að drekka/ég nenni alltaf að dreyma.“Teitur Magnússon úr Ojba Rasta hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu.Vísir/GVAMunaðarhóf, annað lag plötunnar, er slagari og sömuleiðis Kamelgult, sem hefur að geyma hreint geggjaðar raddanir í rómantískum óð til sígarettunnar þar sem reggíleg básúna birtist einnig – en virkar fullkomlega. Túlkun Teits á lagi Bubba Morthens, Háflóð, er góðra gjalda verð en líklega lágpunktur plötunnar, þó sá punktur fari reyndar aldrei lágt. Þetta er allt, eitthvað… hátt uppi. Þessi frumburður er skemmtilegur, fallegur, ljóðrænn og einlægur. Mike Lindsay á hrós skilið fyrir upptökustjórn og í raun allir sem að henni koma. Teitur er listamaður fram í fingurgóma, þessar 27 mínútur bera vott um það. Niðurstaða: Ein athyglisverðasta plata ársins sem gefur fögur fyrirheit um það sem koma skal. Teitur Magnússon er listamaður fram í fingurgóma.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira