Leikmenn Zaragoza líktu Kristni við Jón Arnór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Kristinn Pálsson fagnar hér þriggja stiga körfu í leik með Stella Azzura. Mynd/Euroleague.net Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira