Kynlegum athugasemdum lokað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. desember 2014 11:21 Elín Inga Bragadóttir, annar stofnenda Kynlegra athugasemda. mynd/elín inga „Hópurinn hætti að vera hópur áhugafólks um kynjajafnrétti og upprætingu á staðalmyndum og bera fór á hatursfullum kommentum á hinum ýmsu þráðum. Ég reyndi til að byrja með að bera virðingu fyrir skoðunum fólks en varð fljótt ljóst að til eru skoðanir sem engin skynsemi er í að bera virðingu fyrir, ekki síst þar sem fólk jafnan breytir í samræmi við skoðanir sínar.“ Facebook hópnum Kynlegar athugasemdir hefur verið lokað. Textinn að ofan er tekinn úr pistli sem ber heitið Kynleg áramótakveðja og er eftir Elínu Ingu Bragadóttur. Hún ásamt vinkonu sinni, Margréti Helgu Erlingsdóttur, stofnaði hópinn í apríl á þessu ári. „Ég hafði átt rosalega slæma femíníska viku. Ég hafði fengið leiðinda komment, í vinnu minni sem kaffibarþjónn, sem tengdust kyni mínu og í skólanum höfðu einnig verið kynjabrandarar á fullu,“ segir Elín. Í vinkonuhópnum höfðu áttu sér stað umræður tengdar þessu og sú hugmynd kom upp að stofna hóp um þetta til að safna sögunum saman. Í kjölfarið varð hópurinn til. „Það er nefnilega svo glatað þegar maður nefnir þetta og maður fær svarið hvort þetta sé ekki bara ímyndun og oftúlkun. Það eru svo margir sem afskrifa þetta sem slíkt einfaldlega því þeir hafa aldrei verið beðnir um að bera fram hamborgara berir að ofan.“Fjölgaði hratt í hópnum Hópurinn óx gífurlega hratt og strax á öðrum degi hans voru yfir þrjúþúsund notendur í honum. Athugasemdirnar voru misfallegar og málefnalegar og strax í fyrstu viku hópsins hafi stofnendur hans rætt um að loka honum. Í kjölfarið var fjölgað í stjórnendahópnum og fékk hópurinn að lifa út árið. Innt eftir því hvaða athugasemd hafi verið eftirminnilegust segir Elín; „Einu sinni sem oftar var óréttlæti til umræðu og einhver sagði okkur að loka bara augunum fyrir því og líta í aðra átt. Skeytið endaði svo á „Life is all around“ og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér í kjölfarið. Ef maður pælir ekkert í þessu þá er þetta ekkert mál, ekki satt? Þetta er líklega „besta versta“ athugasemdin.“ Hún bætir því við að það er vel hægt að vera jákvæður og gagnrýninn í hugsun og mikilvægt að nota röddina sína, svo framarlega sem maður hefur ekki sleppt því að kynna sér staðreyndir mála.Heldur áfram á nýju ári á öðrum vettvangi „Við mátum það sem svo að við hefðum komið af stað ágætri umræðu á árinu og ætlunin er að hún haldi áfram á öðrum vettvangi á nýja árinu. Ég er nokkuð sannfærð um að við höfum náð fram þeirri vakningu sem við ætluðum okkur. Ég fékk til að mynda skeyti frá strák sem þakkaði okkur fyrir og sagði mér að augu þeirra sem myndu opnast hefðu opnast,“ segir Elín og bendir á hvað kerfið sem við lifum við sé í raun galið. Hún hafi til að dæmis verið stödd á off venue tónleikum á Iceland Airwaves. Þegar þeim lauk gekk hún út af staðnum og veitti því athygli að maður, sem hafði verið á sömu tónleikum, hafði gengið skringilega lengi á eftir sér. Skyndilega stökk maðurinn upp að henni og sagði henni að óttast ekki. Hann væri ekki að elta hana heldur væru þau líklega á leið á sama stað. Sem reyndist raunin. „Ég fann ótrúlega til með honum að vera settur í þá stöðu að upplifa sig sem hættulegan. Ég hitti jafnframt fatlaðan mann sem tók greinilega eftir því hvernig framkoma og viðhorf kvenna til hans breyttist gagnvart honum eftir að hann fór í hjólastól því þá upplifðu þær hann ekki lengur sem ógn. Þetta kerfi sem við búum við er í raun ekki gott fyrir neinn.“ Elín hefur einnig verið partur af femíníska lista- og gjörningahópnum Barningi ásamt áðurnefndri Margréti Helgu og Aroni Frey Heimissyni. Það sem taki við hjá stjórnendum hópsins sé óvíst. Þau ætli bara að láta það koma í ljós á meðan þau klári nám sitt en Elín stundar nám í heimspeki við Háskóla Íslands og Margrét Helga er í bókmenntafræði. „Ég vil einnig þakka öllum þeim sem tóku þátt í umræðum frá upphafi og héldu áfram að taka þátt í umræðunni þrátt fyrir allt ruglið sem var þarna inn á milli. Það fólk á skilið mikið þakklæti og virðingu,“ segir Elín Inga að lokum. Hér að neðan má lesa hluta pistilsins Kynleg áramótakveðja en afganginn má finna á Facebook síðu Elínar Ingu.Í aprílmánuði stofnuðum ég og góð vinkona, Margrét Helga Erlingsdóttir, facebookhópinn „Kynlegar athugasemdir” í hálfgerðu bríaríi. Við vorum einfaldlega þreyttar á íhaldssemi varðandi kynjakerfið okkar og langaði að leggja okkar af mörkum í átt að samfélagslegum breytingum til hins betra. Hópurinn stækkaði ört og taldi í síðustu viku hátt á tólfta þúsund manns, þar af fimm stjórnendur. Við Margrét höfðum rætt það fram og aftur um skeið að leggja hópinn niður og tókum endanlega ákvörðun í síðustu viku um að þannig væri málum best háttað. Við erum ekki hakkarar svo við neyddumst til að eyða einum meðlimi út í einu til að geta lokað hópnum en það hafðist með hjálp góðra vina (TAKK!). Á meðan á því verki stóð bárust mér einkaskilaboð frá meðlimum hópsins sem vildu skýringar á því hvers vegna þeim var eytt úr hópnum (ekki í fyrsta sinn). Í þetta sinn voru póstarnir þó sendir af einskærri forvitni og voru bara næs. En ástæðan er hér með ljós og það var algjör tilviljun sem réði því hverjum var eytt fyrst og hverjum síðast. Ef einhver þekkir Mark Zuckerberg má hann segja honum að það vanti einn smá fítus á facebook varðandi stóra hópa. En að máli málanna – afhverju ákváðum við að binda endi á umræðurnar sem áttu sér stað innan hópsins „Kynlegra athugasemda“?Til að byrja með þá er internetið ungt og við erum augljóslega enn að fóta okkur á þeim umræðuvettvangi. Almennri mannvirðingu var oft á tíðum ábótavant innan hópsins, líkt og annars staðar á internetinu. Í upphafi var því þó ekki þannig farið heldur ríkti innan hópsins samkennd og metnaður í þá veru að kollvarpa viðvarandi ástandi. Ég og Margrét vorum algjörir nýgræðingar í því að halda úti stórum facebookhópi, sem framan af var allt í lagi. Síðan fór að bætast í hópinn fólk með verulega vondar skoðanir sem við vorum of umburðarlyndar gagnvart í upphafi. Fyrir utan það hefðum við ekki mátt vera seinni að finna fítusinn hans Zuckerberg sem er þannig að stjórnendur hópsins verða að samþykkja allt sem meðlimir hópsins leggja fram til birtingar. Ég lærði afar margt þessa fyrstu daga, um aðra og sjálfa mig. Hópurinn hætti að vera hópur áhugafólks um kynjajafnrétti og upprætingu á staðalmyndum og bera fór á hatursfullum kommentum á hinum ýmsu þráðum. Ég reyndi til að byrja með að bera virðingu fyrir skoðunum fólks en varð fljótt ljóst að til eru skoðanir sem engin skynsemi er í að bera virðingu fyrir, ekki síst þar sem fólk jafnan breytir í samræmi við skoðanir sínar. Okkur urðu orð Ayaan Hirsi Ali hugleikin: „Umburðarlyndi gagnvart umburðarleysi er hugleysi,“ og höfðum þau í forgrunni. Við fórum að eyða úr hópnum fólki með vondar skoðanir (m.a. “victim blaming” og “slut shaming” svo eitthvað sé nefnt). Nógu víða vaða meiðandi skoðanir uppi, mér fannst ekki vanta enn einn vettvang fyrir slíkt. Þá fór tilvist hópsins að valda mér verulegum kvíða þar sem mér fannst ég að einhverju leyti bera ábyrgð á öllu sem fram fór innan hans, á sama tíma og það var ógerningur að fylgjast með öllum kommentum og eyða út öllum vondum skoðunum í tæka tíð, þ.e. á sekúndunni sem þær birtust. Fyrir utan það hafði ég misst alla þolinmæði gagnvart illa ígrunduðum og meiðandi athugasemdum og þátttakendum í umræðum sem hlýddu engum rökum. Mig langar að votta því góða fólki virðingu sem hafði úthald í tilsvör allt til enda, þið eigið alla mína virðingu og þakklæti.Annað sem fór að bera á, eins og alltaf þegar kynjakerfið ber á góma, voru þöggunartilburðir. Það er fullt af fólki sem finnst alls ekkert sérstakt að gerðar séu athugasemdir við íhaldssamar og úreltar hugmyndir varðandi kyn, kynhneigð og kyngervi. Hinir sömu eru snillingar í að þagga umræðuna niður með klassískum útúrsnúningum og rugli á borð við: „Þetta er nú bara djók! Getiði ekki tekið gríni? Öllu nenniði nú að tuða yfir.“Það voru mjög blendnar tilfinningar sem fylgdu því að loka hópnum. Vissulega var þetta bara facebookhópur og fólkið sem var innan hans er ennþá til þó að því hafi verið eytt úr hópnum, meira að segja facebookprófíllinn þeirra líka. Að ýmsu leyti fannst mér hins vegar að þeim sem óska þess að halda í meingallað, aldagamalt kerfi hefði tekist ætlunarverk sitt – að þagga niður umræðuna og eyða henni. Ég kýs hins vegar að líta svo á að hópurinn hafi sýnt okkur fram á að við eigum enn við að etja fullt af allskonar fólki með vondar skoðanir og með því undirstrikað nauðsyn þess að samfélagslegar breytingar verði. Ef einhver efast um það, þá eigum við Margrét „svarta möppu“ af meiðandi ummælum sem við tókum skjáskot af fyrstu dagana til að geta svarað einkapóstum (sumum hatursfullum) sem okkur bárust eftir að hafa eytt fólki úr hópnum. Við gáfumst hins vegar upp á því fljótt, vinnan við það var gífurleg og þjónaði okkur ekki, heldur þeim sem höfðu meiðandi ummælin í frammi. Það er ekkert réttlæti í því fólgið að við eyða dýrmætum tíma sínum í slíkt. Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn "Ég er orðin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir að losa barnið okkar við þá hugsun sem samfélagið kenndi honum, að naglalakk sé bara fyrir stelpur." 19. apríl 2014 18:13 Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 „Það er svo erfitt að vera með pung“ Ljóð um karlmennsku hefur fengið fádæma viðbrögð á netinu. 11. apríl 2014 16:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
„Hópurinn hætti að vera hópur áhugafólks um kynjajafnrétti og upprætingu á staðalmyndum og bera fór á hatursfullum kommentum á hinum ýmsu þráðum. Ég reyndi til að byrja með að bera virðingu fyrir skoðunum fólks en varð fljótt ljóst að til eru skoðanir sem engin skynsemi er í að bera virðingu fyrir, ekki síst þar sem fólk jafnan breytir í samræmi við skoðanir sínar.“ Facebook hópnum Kynlegar athugasemdir hefur verið lokað. Textinn að ofan er tekinn úr pistli sem ber heitið Kynleg áramótakveðja og er eftir Elínu Ingu Bragadóttur. Hún ásamt vinkonu sinni, Margréti Helgu Erlingsdóttur, stofnaði hópinn í apríl á þessu ári. „Ég hafði átt rosalega slæma femíníska viku. Ég hafði fengið leiðinda komment, í vinnu minni sem kaffibarþjónn, sem tengdust kyni mínu og í skólanum höfðu einnig verið kynjabrandarar á fullu,“ segir Elín. Í vinkonuhópnum höfðu áttu sér stað umræður tengdar þessu og sú hugmynd kom upp að stofna hóp um þetta til að safna sögunum saman. Í kjölfarið varð hópurinn til. „Það er nefnilega svo glatað þegar maður nefnir þetta og maður fær svarið hvort þetta sé ekki bara ímyndun og oftúlkun. Það eru svo margir sem afskrifa þetta sem slíkt einfaldlega því þeir hafa aldrei verið beðnir um að bera fram hamborgara berir að ofan.“Fjölgaði hratt í hópnum Hópurinn óx gífurlega hratt og strax á öðrum degi hans voru yfir þrjúþúsund notendur í honum. Athugasemdirnar voru misfallegar og málefnalegar og strax í fyrstu viku hópsins hafi stofnendur hans rætt um að loka honum. Í kjölfarið var fjölgað í stjórnendahópnum og fékk hópurinn að lifa út árið. Innt eftir því hvaða athugasemd hafi verið eftirminnilegust segir Elín; „Einu sinni sem oftar var óréttlæti til umræðu og einhver sagði okkur að loka bara augunum fyrir því og líta í aðra átt. Skeytið endaði svo á „Life is all around“ og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér í kjölfarið. Ef maður pælir ekkert í þessu þá er þetta ekkert mál, ekki satt? Þetta er líklega „besta versta“ athugasemdin.“ Hún bætir því við að það er vel hægt að vera jákvæður og gagnrýninn í hugsun og mikilvægt að nota röddina sína, svo framarlega sem maður hefur ekki sleppt því að kynna sér staðreyndir mála.Heldur áfram á nýju ári á öðrum vettvangi „Við mátum það sem svo að við hefðum komið af stað ágætri umræðu á árinu og ætlunin er að hún haldi áfram á öðrum vettvangi á nýja árinu. Ég er nokkuð sannfærð um að við höfum náð fram þeirri vakningu sem við ætluðum okkur. Ég fékk til að mynda skeyti frá strák sem þakkaði okkur fyrir og sagði mér að augu þeirra sem myndu opnast hefðu opnast,“ segir Elín og bendir á hvað kerfið sem við lifum við sé í raun galið. Hún hafi til að dæmis verið stödd á off venue tónleikum á Iceland Airwaves. Þegar þeim lauk gekk hún út af staðnum og veitti því athygli að maður, sem hafði verið á sömu tónleikum, hafði gengið skringilega lengi á eftir sér. Skyndilega stökk maðurinn upp að henni og sagði henni að óttast ekki. Hann væri ekki að elta hana heldur væru þau líklega á leið á sama stað. Sem reyndist raunin. „Ég fann ótrúlega til með honum að vera settur í þá stöðu að upplifa sig sem hættulegan. Ég hitti jafnframt fatlaðan mann sem tók greinilega eftir því hvernig framkoma og viðhorf kvenna til hans breyttist gagnvart honum eftir að hann fór í hjólastól því þá upplifðu þær hann ekki lengur sem ógn. Þetta kerfi sem við búum við er í raun ekki gott fyrir neinn.“ Elín hefur einnig verið partur af femíníska lista- og gjörningahópnum Barningi ásamt áðurnefndri Margréti Helgu og Aroni Frey Heimissyni. Það sem taki við hjá stjórnendum hópsins sé óvíst. Þau ætli bara að láta það koma í ljós á meðan þau klári nám sitt en Elín stundar nám í heimspeki við Háskóla Íslands og Margrét Helga er í bókmenntafræði. „Ég vil einnig þakka öllum þeim sem tóku þátt í umræðum frá upphafi og héldu áfram að taka þátt í umræðunni þrátt fyrir allt ruglið sem var þarna inn á milli. Það fólk á skilið mikið þakklæti og virðingu,“ segir Elín Inga að lokum. Hér að neðan má lesa hluta pistilsins Kynleg áramótakveðja en afganginn má finna á Facebook síðu Elínar Ingu.Í aprílmánuði stofnuðum ég og góð vinkona, Margrét Helga Erlingsdóttir, facebookhópinn „Kynlegar athugasemdir” í hálfgerðu bríaríi. Við vorum einfaldlega þreyttar á íhaldssemi varðandi kynjakerfið okkar og langaði að leggja okkar af mörkum í átt að samfélagslegum breytingum til hins betra. Hópurinn stækkaði ört og taldi í síðustu viku hátt á tólfta þúsund manns, þar af fimm stjórnendur. Við Margrét höfðum rætt það fram og aftur um skeið að leggja hópinn niður og tókum endanlega ákvörðun í síðustu viku um að þannig væri málum best háttað. Við erum ekki hakkarar svo við neyddumst til að eyða einum meðlimi út í einu til að geta lokað hópnum en það hafðist með hjálp góðra vina (TAKK!). Á meðan á því verki stóð bárust mér einkaskilaboð frá meðlimum hópsins sem vildu skýringar á því hvers vegna þeim var eytt úr hópnum (ekki í fyrsta sinn). Í þetta sinn voru póstarnir þó sendir af einskærri forvitni og voru bara næs. En ástæðan er hér með ljós og það var algjör tilviljun sem réði því hverjum var eytt fyrst og hverjum síðast. Ef einhver þekkir Mark Zuckerberg má hann segja honum að það vanti einn smá fítus á facebook varðandi stóra hópa. En að máli málanna – afhverju ákváðum við að binda endi á umræðurnar sem áttu sér stað innan hópsins „Kynlegra athugasemda“?Til að byrja með þá er internetið ungt og við erum augljóslega enn að fóta okkur á þeim umræðuvettvangi. Almennri mannvirðingu var oft á tíðum ábótavant innan hópsins, líkt og annars staðar á internetinu. Í upphafi var því þó ekki þannig farið heldur ríkti innan hópsins samkennd og metnaður í þá veru að kollvarpa viðvarandi ástandi. Ég og Margrét vorum algjörir nýgræðingar í því að halda úti stórum facebookhópi, sem framan af var allt í lagi. Síðan fór að bætast í hópinn fólk með verulega vondar skoðanir sem við vorum of umburðarlyndar gagnvart í upphafi. Fyrir utan það hefðum við ekki mátt vera seinni að finna fítusinn hans Zuckerberg sem er þannig að stjórnendur hópsins verða að samþykkja allt sem meðlimir hópsins leggja fram til birtingar. Ég lærði afar margt þessa fyrstu daga, um aðra og sjálfa mig. Hópurinn hætti að vera hópur áhugafólks um kynjajafnrétti og upprætingu á staðalmyndum og bera fór á hatursfullum kommentum á hinum ýmsu þráðum. Ég reyndi til að byrja með að bera virðingu fyrir skoðunum fólks en varð fljótt ljóst að til eru skoðanir sem engin skynsemi er í að bera virðingu fyrir, ekki síst þar sem fólk jafnan breytir í samræmi við skoðanir sínar. Okkur urðu orð Ayaan Hirsi Ali hugleikin: „Umburðarlyndi gagnvart umburðarleysi er hugleysi,“ og höfðum þau í forgrunni. Við fórum að eyða úr hópnum fólki með vondar skoðanir (m.a. “victim blaming” og “slut shaming” svo eitthvað sé nefnt). Nógu víða vaða meiðandi skoðanir uppi, mér fannst ekki vanta enn einn vettvang fyrir slíkt. Þá fór tilvist hópsins að valda mér verulegum kvíða þar sem mér fannst ég að einhverju leyti bera ábyrgð á öllu sem fram fór innan hans, á sama tíma og það var ógerningur að fylgjast með öllum kommentum og eyða út öllum vondum skoðunum í tæka tíð, þ.e. á sekúndunni sem þær birtust. Fyrir utan það hafði ég misst alla þolinmæði gagnvart illa ígrunduðum og meiðandi athugasemdum og þátttakendum í umræðum sem hlýddu engum rökum. Mig langar að votta því góða fólki virðingu sem hafði úthald í tilsvör allt til enda, þið eigið alla mína virðingu og þakklæti.Annað sem fór að bera á, eins og alltaf þegar kynjakerfið ber á góma, voru þöggunartilburðir. Það er fullt af fólki sem finnst alls ekkert sérstakt að gerðar séu athugasemdir við íhaldssamar og úreltar hugmyndir varðandi kyn, kynhneigð og kyngervi. Hinir sömu eru snillingar í að þagga umræðuna niður með klassískum útúrsnúningum og rugli á borð við: „Þetta er nú bara djók! Getiði ekki tekið gríni? Öllu nenniði nú að tuða yfir.“Það voru mjög blendnar tilfinningar sem fylgdu því að loka hópnum. Vissulega var þetta bara facebookhópur og fólkið sem var innan hans er ennþá til þó að því hafi verið eytt úr hópnum, meira að segja facebookprófíllinn þeirra líka. Að ýmsu leyti fannst mér hins vegar að þeim sem óska þess að halda í meingallað, aldagamalt kerfi hefði tekist ætlunarverk sitt – að þagga niður umræðuna og eyða henni. Ég kýs hins vegar að líta svo á að hópurinn hafi sýnt okkur fram á að við eigum enn við að etja fullt af allskonar fólki með vondar skoðanir og með því undirstrikað nauðsyn þess að samfélagslegar breytingar verði. Ef einhver efast um það, þá eigum við Margrét „svarta möppu“ af meiðandi ummælum sem við tókum skjáskot af fyrstu dagana til að geta svarað einkapóstum (sumum hatursfullum) sem okkur bárust eftir að hafa eytt fólki úr hópnum. Við gáfumst hins vegar upp á því fljótt, vinnan við það var gífurleg og þjónaði okkur ekki, heldur þeim sem höfðu meiðandi ummælin í frammi. Það er ekkert réttlæti í því fólgið að við eyða dýrmætum tíma sínum í slíkt.
Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn "Ég er orðin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir að losa barnið okkar við þá hugsun sem samfélagið kenndi honum, að naglalakk sé bara fyrir stelpur." 19. apríl 2014 18:13 Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 „Það er svo erfitt að vera með pung“ Ljóð um karlmennsku hefur fengið fádæma viðbrögð á netinu. 11. apríl 2014 16:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15
Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn "Ég er orðin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir að losa barnið okkar við þá hugsun sem samfélagið kenndi honum, að naglalakk sé bara fyrir stelpur." 19. apríl 2014 18:13
Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59
„Það er svo erfitt að vera með pung“ Ljóð um karlmennsku hefur fengið fádæma viðbrögð á netinu. 11. apríl 2014 16:29