Sport

SA tryggði sér titilinn

MYND / ELVAR FREYR PÁLSSON
Skautafélag Akureyrar varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkíi eftir sigur á Birninum, 5-0, í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppninnar. SA vann fyrsta leikinn í lokaúrslitunum í Reykjavík á fimmtudag, 2-1, en þetta er þrettándi Íslandsmeistaratitill félagsins.

Anna Ágústsdóttir, Sarah Smiley, Bergþóra Bergþórsdóttir og Kristín Jónsdóttir skoruðu mörk SA í gær en Anna skoraði tvö marka liðsins. SA sýndi talsverða yfirburði í leiknum og átti 45 skot að marki andstæðingsins en Björninn aðeins ellefu.

Björninn varð deildarmeistari fyrr í vetur en liðið vann tíu leiki af tólf mögulegum. SA kom næst með 24 stig en SR rak lestina án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×