Innlent

„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR
Tuttugu prósent atkvæðisbærra manna hafa nú skrifað undir undirskriftalista Þjóð.is þar sem skorað er á yfirvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Líndal, prófessor, segir erfitt að segja til um hvernig málin munu þróast en segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram. Hann telur þó skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu en segir málið erfitt.

„Það væri ágætt að hafa hliðsjón af því hvað nágrannalönd okkar, sem eru með ákvæði í sinni stjórnarskrá, myndu gera. Málið er erfitt og er því nauðsynlegt að einfalda málið án þess að rangfæra neitt ,“ segir Sigurður.

„Það þarf að skilgreina nákvæmlega í hverju fullveldisafsalið er fólkið, hvaða framlög eru á því og þetta þarf að útskýra á mannamáli.“

Rúmlega 48 þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann en listinn var settur af stað eftir að utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu yrði dregin til baka.


Tengdar fréttir

Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði

Sigurður Líndal lagaprófessor er ósammála forsætisráðherra og segir vel hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Björg Thorarensen lagaprófessor segir þetta ekki geta átt við um þingsályktun.

Fjöldi undirskrifta kominn yfir 20 þúsund

Liðlega 20 þúsund manns hafa nú skráð sig á mótmælalista á vefnum thjod.is, þar sem því er mótmælt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þess krafist að þjóðin greiði atkvæði um málið. Síðan var opnuð klukkan tíu í fyrrakvöld.

Langt í metfjölda undirskrifta

Hátt í fjórir tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að slíta ekki aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Söfnunin er með þeim stærri í Íslandssögunni en á enn langt í að slá met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×