Fljúgandi klósett rústaði bíl á Sólvallagötunni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. apríl 2014 11:10 Hér má sjá Volkswagen Golf bifreið Huberts og klósettið þarna á gangstéttinni við Sólvallagötu. Vísir/aðsent Honum Hubert Lewandowski brá heldur betur í brún þegar hann kom að bíl sínum sem var lagt við Sólvallagötu í Vesturbænum á þriðjudagsmorgun. Svo virðist sem fljúgandi klósett hafi eyðilagt bílinn, sem er af tengundinni Volkswagen Golf. „Ég var að heimsækja vinkonu mína. Við ætluðum að fara að fá okkur kaffi,“ segir Hubert í samtali við Vísi. Hann segir að sér hafi brugðið mjög þegar hann kom út. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Atvikið er Hubert algjörlega óskiljanlegt. Hann veit ekki hvaðan klósettið kom en þó er greinilegt að það hefur komið að ofan. Framrúða bílsins ber þau merki. Bíllinn stendur enn við Sólvallagötu en fjórir dagar eru liðnir frá atvikinu. Er fátt annað í stöðunni fyrir Hubert en að láta draga bílinn og hefur hann leitað til vina eftir hjálp.Tekur strætó í vinnunaBíllinn er illa farinn eftir þetta ótrúlega atvik. Framrúðan er mölbrotin og lakkið illa farið. Hubert, sem starfar hjá kranaþjónustufyrirtæki, tekur strætó í vinnuna á meðan hann finnur lausn á vanda sínum. „Ég er nú ekkert að stressa mig á þessu,“ segir hinn afslappaði Pólverji. Hann ætlar að leita eftir nýrri framrúðu í bílinn á bílapartasölum og hefur beðið vin sinn, sem vinnur á verkstæði, um að hjálpa sér að skipta um rúðu. „Já það er gott að eiga góða vini,“ segir Hubert. Hubert hefur ekki haft samband við yfirvöld vegna málsins og ætlar sér bara að laga bílinn sjálfur og halda svo áfram ótrauður – pollrólegur eftir að hafa fengið fljúgandi klósett á bílinn sinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Honum Hubert Lewandowski brá heldur betur í brún þegar hann kom að bíl sínum sem var lagt við Sólvallagötu í Vesturbænum á þriðjudagsmorgun. Svo virðist sem fljúgandi klósett hafi eyðilagt bílinn, sem er af tengundinni Volkswagen Golf. „Ég var að heimsækja vinkonu mína. Við ætluðum að fara að fá okkur kaffi,“ segir Hubert í samtali við Vísi. Hann segir að sér hafi brugðið mjög þegar hann kom út. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Atvikið er Hubert algjörlega óskiljanlegt. Hann veit ekki hvaðan klósettið kom en þó er greinilegt að það hefur komið að ofan. Framrúða bílsins ber þau merki. Bíllinn stendur enn við Sólvallagötu en fjórir dagar eru liðnir frá atvikinu. Er fátt annað í stöðunni fyrir Hubert en að láta draga bílinn og hefur hann leitað til vina eftir hjálp.Tekur strætó í vinnunaBíllinn er illa farinn eftir þetta ótrúlega atvik. Framrúðan er mölbrotin og lakkið illa farið. Hubert, sem starfar hjá kranaþjónustufyrirtæki, tekur strætó í vinnuna á meðan hann finnur lausn á vanda sínum. „Ég er nú ekkert að stressa mig á þessu,“ segir hinn afslappaði Pólverji. Hann ætlar að leita eftir nýrri framrúðu í bílinn á bílapartasölum og hefur beðið vin sinn, sem vinnur á verkstæði, um að hjálpa sér að skipta um rúðu. „Já það er gott að eiga góða vini,“ segir Hubert. Hubert hefur ekki haft samband við yfirvöld vegna málsins og ætlar sér bara að laga bílinn sjálfur og halda svo áfram ótrauður – pollrólegur eftir að hafa fengið fljúgandi klósett á bílinn sinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira