Ben Martin með glæsilegt vallarmet á fyrsta hring á Zurich Classic 25. apríl 2014 10:47 Ben Martin fór á kostum í Louisiana í gær. Vísir/AP Zurich Classic hófst í gær en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram á hinum fallega TPC Louisiana velli. Aðstæður til þess að skora vel voru góðar sem sást best á því að eftir fyrsta hring eru alls 82 kylfingar undir pari. Best allra lék Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann fór á kostum á fyrsta hring og bætti vallarmetið á TPC Louisiana um tvö högg með því a leika á 62 höggum eða 10 undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Swobola en hann kom inn á átta höggum undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Seung Yul-Noh og Svíinn Peter Hanson eru jafnir í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Þrátt fyrir mörg góð skor í gær voru ekki allir sem áttu sinn besta dag en ungstirnið Rickie Fowler var meðal þeirra. Hann lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og er meðal neðstu manna. Daninn Thornbjorn Olesen gerði slíkt hið sama og ljóst er að þeir þurfa að taka sig á í dag til þess að komast í gegn um niðurskurðinn. Annar hringur fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 19:00. Það er þó ekki eina golfið sem verður í beinni útsendingu í kvöld en klukkan 22:30 tekur við útsending frá Swinging Skirts kvennamótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Zurich Classic hófst í gær en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram á hinum fallega TPC Louisiana velli. Aðstæður til þess að skora vel voru góðar sem sást best á því að eftir fyrsta hring eru alls 82 kylfingar undir pari. Best allra lék Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann fór á kostum á fyrsta hring og bætti vallarmetið á TPC Louisiana um tvö högg með því a leika á 62 höggum eða 10 undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Swobola en hann kom inn á átta höggum undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Seung Yul-Noh og Svíinn Peter Hanson eru jafnir í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Þrátt fyrir mörg góð skor í gær voru ekki allir sem áttu sinn besta dag en ungstirnið Rickie Fowler var meðal þeirra. Hann lék á 75 höggum eða þremur yfir pari og er meðal neðstu manna. Daninn Thornbjorn Olesen gerði slíkt hið sama og ljóst er að þeir þurfa að taka sig á í dag til þess að komast í gegn um niðurskurðinn. Annar hringur fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 19:00. Það er þó ekki eina golfið sem verður í beinni útsendingu í kvöld en klukkan 22:30 tekur við útsending frá Swinging Skirts kvennamótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira