Ingólfur á leið af Everestfjalli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. apríl 2014 11:01 Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira