Segir þjónustukaupin af Sinnum ekki útboðsskyld Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 11:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir vandasamara að bjóða út félagslega heimilsþjónustu þegar það er í höndum íbúanna að breyta þjónustunni eða óska eftir nýjum aðilum til að sinna henni. Þetta kemur fram í innsendri grein frá Gunnari sem birtist á Vísi í dag.Eins og áður hefur komið fram á Vísi kaupir Garðabær félagslega heimaþjónustu af fyrirtækinu Sinnum ehf, sem er í eigu fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar „og reyndar af fleiri fyrirtækjum líka,“eins og Gunnar kemst að orði í pistli sínum. Til að ráða bót á bágri stöðu félagslegra heimaþjónustu í bænum var ákveðið að leita nýrra leiða og kaupa hluta þjónustunnar frá einkaaðilum segi Gunnar. Fyrsti samningurinn þar að lútandi var gerður við fyrirtækið ISS á árinu 2006 um þrif á heimilum. „Áður hafði fjölskyldusvið Garðabæjar kannað áhuga nokkurra fyrirtækja en ISS var það eina sem lýsti yfir áhuga á að fara inn á þetta svið.“ Á árinu 2009 var fyrirtækið Sinnum komið á markaðinn og var þá ákveðið að óska eftir tilboði frá fyrirtækinu, bæði í þrif og innlit. Eins og Vísir hefur áður greint frá telur Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar ehf sem sinnir svipuðum verkefnum og Sinnum, Garðabæ hafa gengið fram hjá henni við kaupin á þjónustunni. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ sagði Gunnhildur í samtali við blaðamann Vísis. „Tilboð Sinnum var metið m.a. út frá kostnaði bæjarins við sömu þjónustu og verðinu sem samið hafði verið um við ISS. Niðurstaðan var sú að tilboð Sinnum væri hagstætt og hagstæðara en að bærinn sinnti þjónustunni sjálfur,“ segir Gunnar.Í sjöundu grein innkaupareglna Garðabæjar segir að meginreglan sé sú að útboðum skuli beitt við innkaup sveitarfélagsins. Síðar í greininni er tekið fram að útboð skuli fara fram vegna kaupa á þjónustu ef upphæð samingsins nemur meira en fimmtán milljónum króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði.Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Þrátt fyrir að greiðslur Garðabæjar til Sinnum séu hærri en reglur um útboð kveða á um hefur þjónustan ekki verið boðin út til þessa. Gunnar segir í greininni það skýrast af því að samningurinn við Sinnum kveði á um einingaverð, sem þýðir að samningsupphæð fari eftir magni þjónustunnar og er miðað við að lágmarki 50 heimili. „Samningurinn felur því ekki í sér skuldbindingu um ákveðna samningsfjárhæð heldur er það í hendi bæjarins að stjórna og skipuleggja starfsemina og með því að ákvarða samningsfjárhæðina“. Gunnar segir því rangt að halda því fram að verkefnið hafi verið útboðsskylt þegar samningurinn var gerður. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Garðabæjar, Steinþór Einarsson, sagði í samtali við Vísi að gengið hafi verið fram hjá fjölskylduráði bæjarins þegar að ákvarðanir um skipulag starfseminnar og samningsfjárhæðina hafi ekki verið teknar. „Að semja um þjónustu á verðum sem eru yfir innkaupareglum bæjarins án þess að það sé rætt á réttum vettvangi er forkastanlegt,“ segir í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Fulltrúi Fólksins- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. Flokkurinn segir að þrátt fyrir bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag frá meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.Gunnar telur rétt að taka fram aldrei hafi verið viðhaft útboð á þessari þjónustu hér á landi. „Flest sveitarfélög, og Garðabær þar með talinn, vilja að það sé í höndum íbúanna sjálfra að geta breytt þjónustunni og/eða óskað eftir nýjum aðila til að sinna henni.“ Það sé „vandasamara“ að mati Gunnars ef verkið er boðið út. „Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda eru ánægðir og það er í mínum huga aðalatriðið en ekki hvernig eignarhaldi eins af þeim fyrirtækjum sem hana veita er háttað.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir vandasamara að bjóða út félagslega heimilsþjónustu þegar það er í höndum íbúanna að breyta þjónustunni eða óska eftir nýjum aðilum til að sinna henni. Þetta kemur fram í innsendri grein frá Gunnari sem birtist á Vísi í dag.Eins og áður hefur komið fram á Vísi kaupir Garðabær félagslega heimaþjónustu af fyrirtækinu Sinnum ehf, sem er í eigu fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar „og reyndar af fleiri fyrirtækjum líka,“eins og Gunnar kemst að orði í pistli sínum. Til að ráða bót á bágri stöðu félagslegra heimaþjónustu í bænum var ákveðið að leita nýrra leiða og kaupa hluta þjónustunnar frá einkaaðilum segi Gunnar. Fyrsti samningurinn þar að lútandi var gerður við fyrirtækið ISS á árinu 2006 um þrif á heimilum. „Áður hafði fjölskyldusvið Garðabæjar kannað áhuga nokkurra fyrirtækja en ISS var það eina sem lýsti yfir áhuga á að fara inn á þetta svið.“ Á árinu 2009 var fyrirtækið Sinnum komið á markaðinn og var þá ákveðið að óska eftir tilboði frá fyrirtækinu, bæði í þrif og innlit. Eins og Vísir hefur áður greint frá telur Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar ehf sem sinnir svipuðum verkefnum og Sinnum, Garðabæ hafa gengið fram hjá henni við kaupin á þjónustunni. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ sagði Gunnhildur í samtali við blaðamann Vísis. „Tilboð Sinnum var metið m.a. út frá kostnaði bæjarins við sömu þjónustu og verðinu sem samið hafði verið um við ISS. Niðurstaðan var sú að tilboð Sinnum væri hagstætt og hagstæðara en að bærinn sinnti þjónustunni sjálfur,“ segir Gunnar.Í sjöundu grein innkaupareglna Garðabæjar segir að meginreglan sé sú að útboðum skuli beitt við innkaup sveitarfélagsins. Síðar í greininni er tekið fram að útboð skuli fara fram vegna kaupa á þjónustu ef upphæð samingsins nemur meira en fimmtán milljónum króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði.Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Þrátt fyrir að greiðslur Garðabæjar til Sinnum séu hærri en reglur um útboð kveða á um hefur þjónustan ekki verið boðin út til þessa. Gunnar segir í greininni það skýrast af því að samningurinn við Sinnum kveði á um einingaverð, sem þýðir að samningsupphæð fari eftir magni þjónustunnar og er miðað við að lágmarki 50 heimili. „Samningurinn felur því ekki í sér skuldbindingu um ákveðna samningsfjárhæð heldur er það í hendi bæjarins að stjórna og skipuleggja starfsemina og með því að ákvarða samningsfjárhæðina“. Gunnar segir því rangt að halda því fram að verkefnið hafi verið útboðsskylt þegar samningurinn var gerður. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Garðabæjar, Steinþór Einarsson, sagði í samtali við Vísi að gengið hafi verið fram hjá fjölskylduráði bæjarins þegar að ákvarðanir um skipulag starfseminnar og samningsfjárhæðina hafi ekki verið teknar. „Að semja um þjónustu á verðum sem eru yfir innkaupareglum bæjarins án þess að það sé rætt á réttum vettvangi er forkastanlegt,“ segir í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Fulltrúi Fólksins- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. Flokkurinn segir að þrátt fyrir bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag frá meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.Gunnar telur rétt að taka fram aldrei hafi verið viðhaft útboð á þessari þjónustu hér á landi. „Flest sveitarfélög, og Garðabær þar með talinn, vilja að það sé í höndum íbúanna sjálfra að geta breytt þjónustunni og/eða óskað eftir nýjum aðila til að sinna henni.“ Það sé „vandasamara“ að mati Gunnars ef verkið er boðið út. „Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda eru ánægðir og það er í mínum huga aðalatriðið en ekki hvernig eignarhaldi eins af þeim fyrirtækjum sem hana veita er háttað.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55
Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30
Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00
Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52