Vikan á Vísi: Þrjú brjóst, Coke-flöskur og mistök við uppvask Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. september 2014 10:30 Vísir / Samsett mynd Kona með þrjú brjóst, þeir sem fengu nafnið sitt ekki á Coke-flösku, heimsókn Framsóknarkvenna í teiti og hættulegustu stúkur landsins var það sem mesta athygli vakti í vikunni sem leið á Vísi. Það vakti einnig athygli margra að ekki á að skola af leirtauinu áður en það er sett í uppþvottavélina.Uppvaskið hreinna ef ekki er skolað af Uppvaskið verður hreinna ef menn sleppa því að skola af diskum, glösum og hnífapörum áður en það fer í uppþvottavélina. Þetta eru fjölmargir framleiðendur uppþvottavéla og hreinsiefna sammála um. Í könnun sem framleiðandi gerði kom í ljós að 95 prósent fólks geri þessi mistök.Fimm prósentin sem urðu út undan Ekki náðu öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum. Herferðin hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á.Þórsvöllur er sá öruggastiFréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á Kaplakrikavelli. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Stuðningsmaður FH féll yfir handriðið í stúkunni og mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu.„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin þegar hún, Vigdís Hauksdóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir kíktu við í partýi hjá hagfræði-og stjórnmálafræðinemum. Myndband af nokkurs konar uppistandi stjórnmálakvennanna í partýinu hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.Borgaði tvær og hálfa milljón fyrir þriðja brjóstiðMikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum konu sem kallar sig Jasmine Tridevil eftir að hún sagðist hafa borgað um tvær og hálfa milljónir króna aðgerð þar sem þriðja brjóstinu var bætt á hana. Margir hafa dregið í efa að þriðja brjóstið sé þar í raun. Meðal annars var vitna í skýrslu frá starfsmönnum flugvallar í Tampa þar sem Tridevil hafði tilkynnt að farangri hennar hafi verið stolið og meðal þess sem hún var með í fórum sínum voru þrjú samföst gervibrjóst. Skildir eftir uppi á miðri heiðiLeifur Dam Leifsson lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Einn jeppamanna í hópnum segir að þeir hafi verið af öllum vilja gerðir að hjálpa ferðalöngunum tveimur þó að hann hafi ekki verið tilbúinn að draga ferðalangana. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kona með þrjú brjóst, þeir sem fengu nafnið sitt ekki á Coke-flösku, heimsókn Framsóknarkvenna í teiti og hættulegustu stúkur landsins var það sem mesta athygli vakti í vikunni sem leið á Vísi. Það vakti einnig athygli margra að ekki á að skola af leirtauinu áður en það er sett í uppþvottavélina.Uppvaskið hreinna ef ekki er skolað af Uppvaskið verður hreinna ef menn sleppa því að skola af diskum, glösum og hnífapörum áður en það fer í uppþvottavélina. Þetta eru fjölmargir framleiðendur uppþvottavéla og hreinsiefna sammála um. Í könnun sem framleiðandi gerði kom í ljós að 95 prósent fólks geri þessi mistök.Fimm prósentin sem urðu út undan Ekki náðu öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum. Herferðin hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á.Þórsvöllur er sá öruggastiFréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á Kaplakrikavelli. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Stuðningsmaður FH féll yfir handriðið í stúkunni og mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu.„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin þegar hún, Vigdís Hauksdóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir kíktu við í partýi hjá hagfræði-og stjórnmálafræðinemum. Myndband af nokkurs konar uppistandi stjórnmálakvennanna í partýinu hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.Borgaði tvær og hálfa milljón fyrir þriðja brjóstiðMikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum konu sem kallar sig Jasmine Tridevil eftir að hún sagðist hafa borgað um tvær og hálfa milljónir króna aðgerð þar sem þriðja brjóstinu var bætt á hana. Margir hafa dregið í efa að þriðja brjóstið sé þar í raun. Meðal annars var vitna í skýrslu frá starfsmönnum flugvallar í Tampa þar sem Tridevil hafði tilkynnt að farangri hennar hafi verið stolið og meðal þess sem hún var með í fórum sínum voru þrjú samföst gervibrjóst. Skildir eftir uppi á miðri heiðiLeifur Dam Leifsson lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Einn jeppamanna í hópnum segir að þeir hafi verið af öllum vilja gerðir að hjálpa ferðalöngunum tveimur þó að hann hafi ekki verið tilbúinn að draga ferðalangana.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira