Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir fráleitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. Fréttablaðið/Daníel „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira