Þykir þér vænt um börnin þín? Úrsúla Jünemann skrifar 3. apríl 2014 07:00 Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar