Golf

Haraldur komst áfram

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haraldur Franklín
Haraldur Franklín Vísir/Stefán
Haraldur Franklín Magnús komst áfram í 64-manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins.

Haraldur lék stöðugt golf í dag og náði snemma góðu forskoti á Nicolai Tinning frá Danmörku. Haraldur var einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með fjögurra holu forskot.

Nicolai sótti á forskot Haralds á næstu holum og minnkaði muninn niður í tvær holur á þeirri tólftu. Tvær slakar holur í röð komu muninum hinsvegar aftur upp í fjögurra holu forskot. Haraldur náði síðan pari á fimmtándu sem tryggði sigurinn.

Haraldur mætir Jordan Smith frá Englandi í 32-manna úrslitum og hefur leik 9.14 í fyrramálið. Mótherjinn lék á fjórum höggum undir fari í dag og sló út Renato Paratore. Paratore sló Harald út í 16-manna úrslitum í fyrra.

Að miklu er að keppa en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á Opna breska Meistaramótinu í júlí, Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári og hefð er að sigurvegaranum sé einnig boðin þátttaka á Masters mótinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×