Óskar Bergsson dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 16:05 Óskar Bergsson: "Réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“ vísir/pjetur Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira