„Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2014 17:34 Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur Kron. Vísir/Anton Brink Forsvarsmenn Kron ehf. segja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag þar sem fyrirtækinu var gert að greiða spænska skóframleiðendanum Salvador Sapena átján milljónir króna, vera ranga. Dómnum verður áfrýjað. „Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum,“ segja þau Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur Kron. Segja þau Salvador hafa stolið hönnun þeirra, sniðum og framleiða og selja vörur þeirra án heimildar. Tilkynninguna alla má lesa hér að neðan.Það að dómarinn hafi komist að þessarri niðurstöðu finnst okkur alveg með ólíkindum, þar sem við skuldum þessu félagi ekki neitt. Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum. Salvador gerðust auk þess svo grófir að stela okkar hönnun, sniðum og framleiða og selja vörur okkar án nokkrar heimildar. Ásamt því að þeir ætluðust til þess að við myndum taka við óásættanlegri vöru sem fyrirtæki okkar myndi aldrei gera. Þessi niðurstaða héraðsdóms er því augljóslega röng enda erum við búin að gera upp allt okkar við þetta spænska félag.Okkar samstarf við Salvador byrjaði árið 2002 og frá árinu 2007 sá hann um milligöngu okkar við verksmiðjuna, sem framleiddi Kron by Kronkron, sem hann kynnti ávallt sem sína eigin. Eins og þeir sem þekkja til skónna okkar þá liggur þar mikið verk að baki og mikið nákvæmnis verk og því mikilvægt að verksmiðjan sé vandvirk og vel sé gætt að öllum smáatriðum. Er Kron by Kronkron kom á markað haustið 2008 fengum við strax sterk viðbrögð frá skóheiminum og mörg tilboð sem duttu inn til okkar. En okkur þótti alltaf mikilvægt að halda okkur á okkar ganghraða og eiga okkur sjálf í stað þess að "selja" hönnun okkar og fyrirtæki. En Salvador var ekki alveg sammála þessu og lagði mikið í að reyna fá okkur til að framselja okkar hönnun til hans svo þeir gæti séð um sölu og dreifingu. Við höfnuðum því hins vegar alltaf að þeir hefðu eitthvað um okkar fyrirtæki að segja nema framleiða vörur fyrir okkur, sala og dreifing væri í okkar höndum enda okkar hönnun.Árið 2009 förum við svo að heyra af því að Kron by Kronkron væri að sýna t.d í Berlin og annars staðar, eins að skór okkar fengust í hinum ýmsum búðum sem við könnuðumst ekki við. Er við bárum þetta upp á þau þá neituðu þeir ávallt öllu og við vorum bara aðeins of græn til að byrja með, vildum ekki trúa því að samstarfsaðili til marga ára myndi gera þetta. Svo var það 2011 sem við sjáum að gæði í framleiðslu er orðin léleg og svo fáum svo pöntun senda sem pörin eru hálfkláruð og algjörlega til skammar. Við að sjálfsögðu neitum að taka við þessum skóm og viljum að þeir láti sækja þá og að við munum ekki taka við fleiri skóm frá þeim fyrr en þessir verði endurgerðir. Þarna komust við þá að því að verksmiðjan sem hafði séð um alla framleiðslu fyrir okkur hingað til sem var fyrirmyndarverksmiðja sé búin að henda Salvador út og að Salvador sé að framleiða skóna okkar allt annars staðar án okkar vitundar.Á sama tíma voru verslanir á Spáni sem seldu Kron by Kronkron að hafa samband og segja að skórnir okkar væru víða í sölu í kringum sig og á mun lægra verði heldur en venjulegt útsöluverð er. Þarna kemst þá upp að þeir séu augljóslega að selja skóna okkar á bak við okkur og að allt sem við höfðum heyrt útundan okkur reyndist satt.. Viðkomandi kúnni fór fyrir okkur, tók myndir og keypti par og erum við með þá kvittun. Í kjölfarið þá datt niður sala á skóm á Spáni hjá okkur þar sem þeir höfðu verið að selja okkar hönnun á undirverði og það í nágrenni við okkar kúnna.Þegar þetta kemur upp þá að sjálfsögðu segjum við skilið við þá, segjum þeim að endilega koma og sækja þessi gölluðu pör (sem enn bíða hér í kössum hjá okkur), og að sjálfsögðu neitum við að greiða fyrir gallaða vöru. Það er okkar réttur. Við seljum ekki gallaða skó með 30% afslætti, við kaupum ákveðna vinnu af verksmiðjunni og hún á að vera 100% enda erum við að selja 100% vörur og viðskiptavinir okkar eiga ekkert minna skilið en það allra besta.Til að reyna að þrengja að okkur og kúga til frekara samstarfs fór þessi aðila að senda okkur tilhæfulausa reikninga sem við auðvitað neitum að borga. Það var engin skuld þarna að baki og því er það alveg óskiljanlegt að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu. Þá er það magnað að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé leyfilegt að framleiða og selja okkar hönnun á bak við okkur, ásamt því að okkur beri að greiða fyrir gallaða vöru. Gölluð og illa gerð vara er ekki það sem við viljum færa á borð fyrir okkar viðskiptavin, við vöndum okkar vinnubrögð og höfum rétt á að standa vörð um okkar gæði. Það er ekki hægt að fífla okkur endalaust.Í dag erum við að vinna með upphaflegu verksmiðjunni, þeirri sem við stóðum í trú um hafa alltaf verið hjá. Þar áttum við frábært samstarf og eru vinnubrögð þeirra þau bestu sem hægt er að fá í skóframleiðslunni. Erum við því alsæl með að vera í góðum höndum milliliðalaust og hlökkum við til komandi samstarfsára með þeim.Þetta er dapurt mál og leiðinlegt, sem vonum að liggji sem fyrst að baki. Að sjálfsögðu munum við áfrýja þessu máli enda er þessi niðurstaða algerlega röng.Með góðri kveðju fyrir hönd Kron by KronkronHugrún og Magni Tengdar fréttir Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Forsvarsmenn Kron ehf. segja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag þar sem fyrirtækinu var gert að greiða spænska skóframleiðendanum Salvador Sapena átján milljónir króna, vera ranga. Dómnum verður áfrýjað. „Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum,“ segja þau Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur Kron. Segja þau Salvador hafa stolið hönnun þeirra, sniðum og framleiða og selja vörur þeirra án heimildar. Tilkynninguna alla má lesa hér að neðan.Það að dómarinn hafi komist að þessarri niðurstöðu finnst okkur alveg með ólíkindum, þar sem við skuldum þessu félagi ekki neitt. Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum. Salvador gerðust auk þess svo grófir að stela okkar hönnun, sniðum og framleiða og selja vörur okkar án nokkrar heimildar. Ásamt því að þeir ætluðust til þess að við myndum taka við óásættanlegri vöru sem fyrirtæki okkar myndi aldrei gera. Þessi niðurstaða héraðsdóms er því augljóslega röng enda erum við búin að gera upp allt okkar við þetta spænska félag.Okkar samstarf við Salvador byrjaði árið 2002 og frá árinu 2007 sá hann um milligöngu okkar við verksmiðjuna, sem framleiddi Kron by Kronkron, sem hann kynnti ávallt sem sína eigin. Eins og þeir sem þekkja til skónna okkar þá liggur þar mikið verk að baki og mikið nákvæmnis verk og því mikilvægt að verksmiðjan sé vandvirk og vel sé gætt að öllum smáatriðum. Er Kron by Kronkron kom á markað haustið 2008 fengum við strax sterk viðbrögð frá skóheiminum og mörg tilboð sem duttu inn til okkar. En okkur þótti alltaf mikilvægt að halda okkur á okkar ganghraða og eiga okkur sjálf í stað þess að "selja" hönnun okkar og fyrirtæki. En Salvador var ekki alveg sammála þessu og lagði mikið í að reyna fá okkur til að framselja okkar hönnun til hans svo þeir gæti séð um sölu og dreifingu. Við höfnuðum því hins vegar alltaf að þeir hefðu eitthvað um okkar fyrirtæki að segja nema framleiða vörur fyrir okkur, sala og dreifing væri í okkar höndum enda okkar hönnun.Árið 2009 förum við svo að heyra af því að Kron by Kronkron væri að sýna t.d í Berlin og annars staðar, eins að skór okkar fengust í hinum ýmsum búðum sem við könnuðumst ekki við. Er við bárum þetta upp á þau þá neituðu þeir ávallt öllu og við vorum bara aðeins of græn til að byrja með, vildum ekki trúa því að samstarfsaðili til marga ára myndi gera þetta. Svo var það 2011 sem við sjáum að gæði í framleiðslu er orðin léleg og svo fáum svo pöntun senda sem pörin eru hálfkláruð og algjörlega til skammar. Við að sjálfsögðu neitum að taka við þessum skóm og viljum að þeir láti sækja þá og að við munum ekki taka við fleiri skóm frá þeim fyrr en þessir verði endurgerðir. Þarna komust við þá að því að verksmiðjan sem hafði séð um alla framleiðslu fyrir okkur hingað til sem var fyrirmyndarverksmiðja sé búin að henda Salvador út og að Salvador sé að framleiða skóna okkar allt annars staðar án okkar vitundar.Á sama tíma voru verslanir á Spáni sem seldu Kron by Kronkron að hafa samband og segja að skórnir okkar væru víða í sölu í kringum sig og á mun lægra verði heldur en venjulegt útsöluverð er. Þarna kemst þá upp að þeir séu augljóslega að selja skóna okkar á bak við okkur og að allt sem við höfðum heyrt útundan okkur reyndist satt.. Viðkomandi kúnni fór fyrir okkur, tók myndir og keypti par og erum við með þá kvittun. Í kjölfarið þá datt niður sala á skóm á Spáni hjá okkur þar sem þeir höfðu verið að selja okkar hönnun á undirverði og það í nágrenni við okkar kúnna.Þegar þetta kemur upp þá að sjálfsögðu segjum við skilið við þá, segjum þeim að endilega koma og sækja þessi gölluðu pör (sem enn bíða hér í kössum hjá okkur), og að sjálfsögðu neitum við að greiða fyrir gallaða vöru. Það er okkar réttur. Við seljum ekki gallaða skó með 30% afslætti, við kaupum ákveðna vinnu af verksmiðjunni og hún á að vera 100% enda erum við að selja 100% vörur og viðskiptavinir okkar eiga ekkert minna skilið en það allra besta.Til að reyna að þrengja að okkur og kúga til frekara samstarfs fór þessi aðila að senda okkur tilhæfulausa reikninga sem við auðvitað neitum að borga. Það var engin skuld þarna að baki og því er það alveg óskiljanlegt að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu. Þá er það magnað að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé leyfilegt að framleiða og selja okkar hönnun á bak við okkur, ásamt því að okkur beri að greiða fyrir gallaða vöru. Gölluð og illa gerð vara er ekki það sem við viljum færa á borð fyrir okkar viðskiptavin, við vöndum okkar vinnubrögð og höfum rétt á að standa vörð um okkar gæði. Það er ekki hægt að fífla okkur endalaust.Í dag erum við að vinna með upphaflegu verksmiðjunni, þeirri sem við stóðum í trú um hafa alltaf verið hjá. Þar áttum við frábært samstarf og eru vinnubrögð þeirra þau bestu sem hægt er að fá í skóframleiðslunni. Erum við því alsæl með að vera í góðum höndum milliliðalaust og hlökkum við til komandi samstarfsára með þeim.Þetta er dapurt mál og leiðinlegt, sem vonum að liggji sem fyrst að baki. Að sjálfsögðu munum við áfrýja þessu máli enda er þessi niðurstaða algerlega röng.Með góðri kveðju fyrir hönd Kron by KronkronHugrún og Magni
Tengdar fréttir Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51