Innlent

Líffæraskortur á Íslandi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Þörfin fyrir líffæri hefur farið vaxandi af ýmsum ástæðum.
Þörfin fyrir líffæri hefur farið vaxandi af ýmsum ástæðum.
Í gær ræddum við við fjölskyldu hins 18 ára Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans.

Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar.

Þörfin fyrir líffæri hefur farið vaxandi af ýmsum ástæðum og Íslendingar geta ekki vænst þess að fá þau líffæri sem þeir þurfa að óbreyttu, að sögn Runólfs Pálssonar, forsvarsmanns ígræðsluteymis Landspítalans.

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 gerist fréttamaður líffæragjafi og fjallar nánar um þetta mál.


Tengdar fréttir

"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“

Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×