Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. janúar 2014 14:44 Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fékk tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni Málmhaus. Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16. Þar á meðal fá fimm tilefningu fyrir leik sinn í myndinni. Hross í oss er með 14 tilnefningar og XL er með níu. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 108 verk voru send inn í Edduna í ár. 28 manns í fjórum valnefndum sáu um að velta tilnefningar. Rafræn kosning Akademíumeðlima milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur til 17. febrúar. Í flokki kvikmynda ársins eru myndirnar Hross í oss, Málmhaus og XL tilnefndar til Edduverðlauna. Þær leikkonur sem fengu tilnefningu fyrir aðalhlutverk eru Charlotte Bövin fyrir leik sinn í myndinni Hross í oss, Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríði 2, María Birta Bjarnadóttir fyrir XL, Ólafía Hörnn Jónsdóttir fyrir leik sinn í Fiskar á þurru landi og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir leik sinn í Málmhaus. Þeir karlar sem fengu tilnefningu fyrir leik í aðalhlutverki eru Ágúst Örn B. Wigum fyrir leik sinn í Hvalfirði, Ingvar E. Sigurðsson fyrir leik sinn í Hross í oss, Kjartan Guðjónsson fyrir Ástríði 2, Ólafur Darri Ólafsson fyrir XL og Styr Júlíusson sem lék í Falskur fugl. Fyrir leik í aukahlutverki eru þeir Björn Hlynur Haraldsson fyrir leik sinn í Ástríði 2, Hannes Óli Ágústsson fyrir Málmhaus, Ingvar E. Sigurðsson fyrir Málmhaus, Steinn Ármann Magnússon fyrir Hross í oss og Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir leik sinn í Málmhaus, tilnefndir til verðlauna. Leikonur sem tilnefndar voru fyrir leik sinn í aukahlutverki eru Halladóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus, Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir XL, Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Þetta reddast, Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir XL og Sigríður María Egilsdóttir fyrir leik sinn í Hross í oss. Heimildarmyndir sem eru tilnefndar eru Aska, Ég gefst ekki upp, Fit Hostel, Hvellur og Strigi og flauel. Leikið sjónvarpsefni sem fékk tilnefningar eru Ástríður 2, Fiskar á Þurru landi og Hulli. Fyrir leikstjórn fengu Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss, Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hvalfjörð, Marteinn Þórsson fyrir XL, Ragnar Bragason fyrir Málmhaus og Þór Ómar Jónsson fyrir Falskan fugl tilnefningu til verðlauna. Í flokkinum besta handrit fá Benedikt Erlingsson tilnefningu fyrir Hross í oss, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Konráð Pálmason hlutu tilnefningu fyrir sjónvarpsþáttinn Orðbragð. Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson fyrir handritið XL, Jón Atli Jónasson fyrir Falskur fugl og Ragnar Bragason fyrir Málmhaus. Fyrir gervi fengu Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Gunnhildur Erlingsdóttir tilnefningu fyrir myndina Hross í oss, Steinunn Þórðardóttir fyrir Málmhaus og Svanhvít Valgeirsdóttir fyrir Ávaxtakröfuna. Frétta- eða viðtalsþættir semeru tilnefndir eru Auðæfi hafsins, Ísþjóðin 3, Kastljós, Málið og Tossarnir. Fyrir búninga fengu þau Arndís Ey fyrir Sönn íslensk sakamál og Helga Rós Hannam fyrir Fólkið í blokkinni annars vegar og Málmhaus hins vegar tilnefningar. Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson fengu tilnefningar fyrir brellur fyrir myndina Málmhaus og Jörundur Rafn Arnarson fékk tvær tilnefningar í þem flokki fyrir Hross í oss og fyrir Ófeigur gengur aftur. Barna- og unglingaþættir sem eru tilnefndir eru Ávaxtakarfan, Stundin okkar og Vasaljós. Í flokkinum kvikmyndataka fengu tilnefningar þeir Ágúst Jakobsson fyrir Málmhaus, Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Hross í oss annars vegar og fyrir XL hins vegar, Chritoph Cico Nicolaisen fyrir Falskan fugl og Gunnar Auðun Jóhannsson fyrir Hvalfjörð. Í flokknum klipping eru tilnefnd þau Davíð Alexander Corno fyrir Hross í oss, Guðni Hilmar Halldórsson fyrir Fiskar á þurru landi, Stefanía Thors, Marteinn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Valdís Óskarsdóttir og Sævar Guðmundsson fyrir Sönn íslensk sakamál og Valdís Óskarsdóttir fyrir Málmhaus. Fyrir hljóð þeir Birgir Tryggvason og Sindri Þór Kárason fyrir Ófeigur gengur aftur, Bogi Reynisson og Pétur Einarsson fyrir XL, Friðrik Sturluson fyrir Hulli, Huldar Freyr Arnarson fyrir Málmhaus og Páll S. Guðmundsson og Sýrland fyrir Hross í oss. Fyrir leikmynd þau Gunnar Pálsson fyrir Fólkið í blokkinni, Júlía Embla Katrínardóttir fyrir Hvalfjörð, LindaMjöll Stefánsdóttir fyrir Ávaxtakörfuna, Sigurður Óli Pálmarsson fyrir Hross í oss og Sveinn Viðar Hjartarson fyrir Málmhaus. Verðlaunahátíðin fer fram laugardaginn 22. febrúar í Hörpu. Sjónvarpað verður beint frá hátíðinni í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16. Þar á meðal fá fimm tilefningu fyrir leik sinn í myndinni. Hross í oss er með 14 tilnefningar og XL er með níu. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 108 verk voru send inn í Edduna í ár. 28 manns í fjórum valnefndum sáu um að velta tilnefningar. Rafræn kosning Akademíumeðlima milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur til 17. febrúar. Í flokki kvikmynda ársins eru myndirnar Hross í oss, Málmhaus og XL tilnefndar til Edduverðlauna. Þær leikkonur sem fengu tilnefningu fyrir aðalhlutverk eru Charlotte Bövin fyrir leik sinn í myndinni Hross í oss, Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríði 2, María Birta Bjarnadóttir fyrir XL, Ólafía Hörnn Jónsdóttir fyrir leik sinn í Fiskar á þurru landi og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir leik sinn í Málmhaus. Þeir karlar sem fengu tilnefningu fyrir leik í aðalhlutverki eru Ágúst Örn B. Wigum fyrir leik sinn í Hvalfirði, Ingvar E. Sigurðsson fyrir leik sinn í Hross í oss, Kjartan Guðjónsson fyrir Ástríði 2, Ólafur Darri Ólafsson fyrir XL og Styr Júlíusson sem lék í Falskur fugl. Fyrir leik í aukahlutverki eru þeir Björn Hlynur Haraldsson fyrir leik sinn í Ástríði 2, Hannes Óli Ágústsson fyrir Málmhaus, Ingvar E. Sigurðsson fyrir Málmhaus, Steinn Ármann Magnússon fyrir Hross í oss og Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir leik sinn í Málmhaus, tilnefndir til verðlauna. Leikonur sem tilnefndar voru fyrir leik sinn í aukahlutverki eru Halladóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus, Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir XL, Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Þetta reddast, Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir XL og Sigríður María Egilsdóttir fyrir leik sinn í Hross í oss. Heimildarmyndir sem eru tilnefndar eru Aska, Ég gefst ekki upp, Fit Hostel, Hvellur og Strigi og flauel. Leikið sjónvarpsefni sem fékk tilnefningar eru Ástríður 2, Fiskar á Þurru landi og Hulli. Fyrir leikstjórn fengu Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss, Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hvalfjörð, Marteinn Þórsson fyrir XL, Ragnar Bragason fyrir Málmhaus og Þór Ómar Jónsson fyrir Falskan fugl tilnefningu til verðlauna. Í flokkinum besta handrit fá Benedikt Erlingsson tilnefningu fyrir Hross í oss, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Konráð Pálmason hlutu tilnefningu fyrir sjónvarpsþáttinn Orðbragð. Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson fyrir handritið XL, Jón Atli Jónasson fyrir Falskur fugl og Ragnar Bragason fyrir Málmhaus. Fyrir gervi fengu Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Gunnhildur Erlingsdóttir tilnefningu fyrir myndina Hross í oss, Steinunn Þórðardóttir fyrir Málmhaus og Svanhvít Valgeirsdóttir fyrir Ávaxtakröfuna. Frétta- eða viðtalsþættir semeru tilnefndir eru Auðæfi hafsins, Ísþjóðin 3, Kastljós, Málið og Tossarnir. Fyrir búninga fengu þau Arndís Ey fyrir Sönn íslensk sakamál og Helga Rós Hannam fyrir Fólkið í blokkinni annars vegar og Málmhaus hins vegar tilnefningar. Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson fengu tilnefningar fyrir brellur fyrir myndina Málmhaus og Jörundur Rafn Arnarson fékk tvær tilnefningar í þem flokki fyrir Hross í oss og fyrir Ófeigur gengur aftur. Barna- og unglingaþættir sem eru tilnefndir eru Ávaxtakarfan, Stundin okkar og Vasaljós. Í flokkinum kvikmyndataka fengu tilnefningar þeir Ágúst Jakobsson fyrir Málmhaus, Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Hross í oss annars vegar og fyrir XL hins vegar, Chritoph Cico Nicolaisen fyrir Falskan fugl og Gunnar Auðun Jóhannsson fyrir Hvalfjörð. Í flokknum klipping eru tilnefnd þau Davíð Alexander Corno fyrir Hross í oss, Guðni Hilmar Halldórsson fyrir Fiskar á þurru landi, Stefanía Thors, Marteinn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Valdís Óskarsdóttir og Sævar Guðmundsson fyrir Sönn íslensk sakamál og Valdís Óskarsdóttir fyrir Málmhaus. Fyrir hljóð þeir Birgir Tryggvason og Sindri Þór Kárason fyrir Ófeigur gengur aftur, Bogi Reynisson og Pétur Einarsson fyrir XL, Friðrik Sturluson fyrir Hulli, Huldar Freyr Arnarson fyrir Málmhaus og Páll S. Guðmundsson og Sýrland fyrir Hross í oss. Fyrir leikmynd þau Gunnar Pálsson fyrir Fólkið í blokkinni, Júlía Embla Katrínardóttir fyrir Hvalfjörð, LindaMjöll Stefánsdóttir fyrir Ávaxtakörfuna, Sigurður Óli Pálmarsson fyrir Hross í oss og Sveinn Viðar Hjartarson fyrir Málmhaus. Verðlaunahátíðin fer fram laugardaginn 22. febrúar í Hörpu. Sjónvarpað verður beint frá hátíðinni í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45