Lífið

Fór að ráðum Obama og fékk sér hamborgara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Það er spjallað um fleira en alþjóðamál þegar þjóðarleiðtogar hittast.
Það er spjallað um fleira en alþjóðamál þegar þjóðarleiðtogar hittast. Vísir / ANDY RAIN / POOL / AFP
David Cameron, forsætisráðherra Breta, fór að ráðum Barack Obama Bandaríkjaforseta og stoppaði í hamborgara á skyndibitastaðnum Five Guys eftir landsfund Íhaldsflokksins í dag. Cameron kom við í kvöldmat ásamt eiginkonu sinni Samönthu á leið sinni af ráðstefnunni.

„Hann sagðist hafa viljað fá sér alvöru mat og að Obama hafi mælt með staðnum við sig þegar hann var í Bandaríkjunum,“ segir Joshua Coelho, verslunarstjóri Five Guys, í samtali við Daily Mail um samskipti sín við forsætisráðherrann.

Í frétt Daily Mail um kvöldverðinn kemur fram að hjónakornin hafi pantað sér ostborgara, hamborgara, sitthvorn Budweiser-bjórinn og vatnsflösku. Cameron var hin alþýðlegasti og spjallaði við starfsmenn og aðra gesti á meðan hann beið eftir matnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×