Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 16:09 Frá Seyðisfirði. VÍSIR/EINAR BRAGI/ANTON „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09