Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 11:09 Frá Seyðisfirði. Vísir/Einar Bragi/Anton Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02