Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 11:09 Frá Seyðisfirði. Vísir/Einar Bragi/Anton Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02