Erlent

35 þúsund rostungar strandaðir í Alaska

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin er tekin á Point Lay í Alaska.
Myndin er tekin á Point Lay í Alaska. Vísir/AP
Ljósmynd af um 35 þúsund rostungum í leit að hafís til að hvílast á náðist nýlega við Point Lay í Alaska. Myndin náðist við árlega ljósmyndun af hafsspendýrum á norðurslóðum.

Ólíkt selum geta rostungar ekki synt til sjós án reglulegrar hvíldar og til þess þarf hafís. Stöðugt minnkandi hafís yfir sumartímann hefur því gert rostungum erfitt að finna hvíldarstaði.

Í frétt SVT segir að þar að auki fæði kvendýrin unga sína á ís og notast við ísinn til að stökkva niður í vatnið í leit að fæðu.

Margaret Williams, talskona WWF, segir þetta skýrt merki þess að aðstæður hafi gjörbreyst á norðurslóðum að undanförnu. „Rostungarnir segja okkur það sem ísbirnirnir hafa táknað í mörg ár – að umhverfi norðurslóða hafa breyst mjög hratt vegna hlýnandi loftslags,“ segir Williams í samtali við AP.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×