Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2014 13:20 Harpa með verðlaunin. Vísir/Valli Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23