Taktu þér pláss! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade!
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun