Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun