Samræma þarf reglur um staðgöngumæðrun Linda Blöndal skrifar 5. ágúst 2014 19:27 Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira