Tiger vinnur ekki fleiri risatitla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2014 19:06 Hörður Magnússon ræddi stöðuna á kylfingnum Tiger Woods við tvo sérfræðinga Golfstöðvarinnar í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld en Tiger varð að hætta keppni um helgina vegna bakmeiðsla. PGA-meistaramótið hefst næstkomandi fimmtudag en það er síðasta risamót ársins í golfinu. Ekki er vitað hvort Tiger geti verið með á því. Hann hefur átt þráðlát meiðsli að stríða, fyrst í hné og nú síðast í baki. Tiger vann fjórtánda risatitil sinn fyrir sex árum síðan og vantar fjóra til að jafna við þann sigursælasta sem er Jakc Nicklaus. En er Tiger Woods búinn að vera? „Þessi spurning hefur komið upp nokkrum sinnum í gegnum tíðina og ég hef alltaf svarað því neitandi enda haft mikla trú á því að hann kæmi sterkur til baka. Ég er ekki alveg eins viss núna og þetta gæti verið að breytast," sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi. „Hans vandræði byrja eiginlega þegar pabbi hans fellur frá árið 2006 ef maður horfir yfir heildarsöguna. Þá missir hann viss stjórn á lífinu sínu og fer í gegnum allt sem við þekkjum í kringum það. Hann hefur átt í vandræðum síðan," sagði Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. En mun Tiger ná að jafna met Jack Nicklaus yfir flesta unna risatitla á ferlinum? „Fyrir nokkrum árum var þetta bara spurning um hvort en ekki hvenær það myndi gerast. Ég ætla að svara þessu neitandi. Ég held að hann eigi eftir að vinna nokkur mót en ekki risatitil," sagði Úlfar. Það er hægt að sjá allt innslagið og þar á meðal svar Ólafs Þórs við þessari spurningu með því að smella hér á myndbandið hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hörður Magnússon ræddi stöðuna á kylfingnum Tiger Woods við tvo sérfræðinga Golfstöðvarinnar í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld en Tiger varð að hætta keppni um helgina vegna bakmeiðsla. PGA-meistaramótið hefst næstkomandi fimmtudag en það er síðasta risamót ársins í golfinu. Ekki er vitað hvort Tiger geti verið með á því. Hann hefur átt þráðlát meiðsli að stríða, fyrst í hné og nú síðast í baki. Tiger vann fjórtánda risatitil sinn fyrir sex árum síðan og vantar fjóra til að jafna við þann sigursælasta sem er Jakc Nicklaus. En er Tiger Woods búinn að vera? „Þessi spurning hefur komið upp nokkrum sinnum í gegnum tíðina og ég hef alltaf svarað því neitandi enda haft mikla trú á því að hann kæmi sterkur til baka. Ég er ekki alveg eins viss núna og þetta gæti verið að breytast," sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi. „Hans vandræði byrja eiginlega þegar pabbi hans fellur frá árið 2006 ef maður horfir yfir heildarsöguna. Þá missir hann viss stjórn á lífinu sínu og fer í gegnum allt sem við þekkjum í kringum það. Hann hefur átt í vandræðum síðan," sagði Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. En mun Tiger ná að jafna met Jack Nicklaus yfir flesta unna risatitla á ferlinum? „Fyrir nokkrum árum var þetta bara spurning um hvort en ekki hvenær það myndi gerast. Ég ætla að svara þessu neitandi. Ég held að hann eigi eftir að vinna nokkur mót en ekki risatitil," sagði Úlfar. Það er hægt að sjá allt innslagið og þar á meðal svar Ólafs Þórs við þessari spurningu með því að smella hér á myndbandið hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira