Lífið

Ákvörðun að vera hamingjusamur

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
„Það er alltaf eitthvað gott sem gerist á hverjum degi.“ Þetta segir Kristín Ketilsdóttir, en hún er 28 ára gömul og Bolvíkingur að uppruna.

Rætt var við Kristínu í Íslandi í dag á Stöð 2 og má sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.

Síðastliðin átta ár hefur Kristín verið búsett í Kína. Nú býr hún í Shanghai og er þar í góðu starfi hjá hjólreiðafyrirtækinu Specialized.

Það er engin tilviljun að hún valdi sér starf í þeim geira en Kristín er mikill hjólreiðagarpur og veitt fátt betra en að ferðast út um víðan völl, ein á hjólinu sínu. Ævintýramennskan er ekki einskorðuð við hjólreiðar og hefur hún sex sinnum synt yfir Gulá en áin er sú sjötta lengsta í heimi.

Í nóvember árið 2011 heimsótti Ingibjörg Vagnsdóttir, móðir Kristínar, dóttur sína til Kína. Þar áttu mæðgurnar góðar stundir saman en Ingibjörg var því miður bráðkvödd í heimsókninni, þá einungis 54 ára gömul.

Kristín segir andlát móður sinnar hafa mótað sig mikið, hún sé vel meðvituð um að lífið er ekki sjálfgefið og því hefur hún ákveðið að gera það besta úr hverjum degi og finna ástæðu til að vera glöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×