Enski boltinn

Ég er gagnrýndur meira en aðrir

Mesut Özil.
Mesut Özil. vísir/getty
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, hefur mátt þola mikla gagnrýni síðan hann gekk í raðir félagsins en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum um helgina.

Hann skoraði gott mark í 3-0 sigri á Aston Villa og lagði upp annað fyrir Danny welbeck.

„Ég spila aldrei til þess að sanna eitthvað fyrir einhverjum. Ég spila fyrir Arsenal. Ég hef það samt á tilfinningunni að ég sé gagnrýndur meira en aðrir. Ég fann líka fyrir því í þýsku úrvalsdeildinni og hjá Real Madrid," sagði Özil en hann var keyptur á 42 milljónir punda frá Real.

„Það eru ekki nema tíu vikur síðan ég var valinn í lið ársins á Englandi. Ég var líka heimsmeistari í sumar," sagði Þjóðverjunni en þetta val í lið ársins var í netkosningu.

„Það er sérstakt að vera gagnrýndur harkalega rétt eftir sumarfrí. Ég veit engu að síður vel hvað ég get."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×