13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 11:33 Úr héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis. Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis.
Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15