Enski boltinn

Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata, leikmaður Manchester United, biður stuðningsmenn liðsinsafsökunar á tapinu gegn Leicester í gær í pistli á heimasíðu sinni.

United-menn komust í 3-1 í seinni hálfleik gegn nýliðunum en fengu svo á sig fjögur mörk og töpuðu, 5-3.

Mata byrjaði á bekknum, en kom inn á sem varamaður og missti boltann í jöfnunarmarki heimamanna. Hann gat svo lítið annað gert en horft upp á Leicester hreinlega keyra yfir sig og félaga sína.

„Eftir að hafa beðið í viku eftir þessum leik gat ég ekki ímyndað mér að sunnudagurinn færi svona. Leiðin heim til Manchester frá Leicester virkaði mjög löng,“ skrifar Mata.

„Ég hugsaði mikið um hvernig okkur tókst að tapa leik sem við höfðum fulla stjórn á. En málið er að við vorum yfir, síðan jöfnuðu þeir, við reyndum aftur að komast yfir og þá unnu þeir leikinn.“

„Það er rosalega erfitt að taka því að skora þrjú mörk á útivelli og koma heim án stiga. Á heimleiðinni hugsaði ég um hvað gerðist. Mér leið svo illa fyrir hönd þeirra sem fylgdu okkur á völlinn.“

„Ég vil biðja stuðningsmennina afsökunar á því að helgin hafi endað á svona sorglegan hátt,“ skrfar Juan Mata.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×