Hinsegin dagar hefjast í dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 10:22 Aðsend mynd Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira