Wenger: Bíðum aðeins með að líkja Welbeck við Henry Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 08:15 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45
Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15
Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01