Líkur á að fleiri feti í fótspor Símans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2014 15:11 "Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona.“ vísir/anton Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari. Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari.
Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18