Ferrari neitar að hafa hótað að hætta í F1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júní 2014 22:30 Montezemolo bendir á hluti sem mega betur fara. Vísir/Getty Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. Liðið hefur neitað að vera að hugleiða að hætta keppni sökum þessa. „Formúla 1 virkar ekki,“ sagði Montezemolo. „Hún er á niðurleið vegna þess að FIA hefur gleymt því að fólk horfir á kappakstur vegna spennunnar. Það horfir enginn á kappakstur vegna sparneytninnar, koma svo,“ sagði forseti Ferrari. „Fólk horfir á kappakstur til að skemmta sér. Það vill enginn horfa á ökumenn spara eldsneyti eða dekk. Fólk vill sjá þá komast eins hratt og þér geta héðan og hingað. Þetta er íþrótt, já, en líka sýning,“ bætti Montezemolo við. Vangavelturnar um að Ferrari ætli að hætta í Formúlu 1 hófust þegar orðrómur fór á kreik um að Ferrari ætlaði að hefja aftur keppni í þolakstri. Þá sagði Montezemolo að Ferrari gæti ekki gert bæði því það væri ómögulegt. Ferrari hefur hafnað því að í orðum Montezemolo hafi falist hótun um að hætta í Formúlu 1. „Sumir fjölmiðlar hafa fjallaðu um að Ferrari muni hætta í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans 24 klukkustunda keppninni og þolakstri,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Þeir hafa teygt aðeins úr orðum forsetans Luca di Montezemolo þar sem hann sagði að Formúla 1 þurfi að þróast og endurnýja sig, hann viðurkenndi líka að 24 klukkustunda keppnin væri heillandi. Þegar sagt er að eftir 2020, gæti Ferrari hætt í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans og þolaksturskeppnum, þá er verið að teygja hans orð of langt. Plús það auðvitað, það er ekkert sem stoppar Ferrari í að leggja meira í sölurnar og keppa í báðum keppnum. Svo þetta eru inanntómar getgátur,“ sagði í yfirlýsingu frá Ferrari vegna málsins. Formúla Tengdar fréttir Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00 Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. Liðið hefur neitað að vera að hugleiða að hætta keppni sökum þessa. „Formúla 1 virkar ekki,“ sagði Montezemolo. „Hún er á niðurleið vegna þess að FIA hefur gleymt því að fólk horfir á kappakstur vegna spennunnar. Það horfir enginn á kappakstur vegna sparneytninnar, koma svo,“ sagði forseti Ferrari. „Fólk horfir á kappakstur til að skemmta sér. Það vill enginn horfa á ökumenn spara eldsneyti eða dekk. Fólk vill sjá þá komast eins hratt og þér geta héðan og hingað. Þetta er íþrótt, já, en líka sýning,“ bætti Montezemolo við. Vangavelturnar um að Ferrari ætli að hætta í Formúlu 1 hófust þegar orðrómur fór á kreik um að Ferrari ætlaði að hefja aftur keppni í þolakstri. Þá sagði Montezemolo að Ferrari gæti ekki gert bæði því það væri ómögulegt. Ferrari hefur hafnað því að í orðum Montezemolo hafi falist hótun um að hætta í Formúlu 1. „Sumir fjölmiðlar hafa fjallaðu um að Ferrari muni hætta í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans 24 klukkustunda keppninni og þolakstri,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Þeir hafa teygt aðeins úr orðum forsetans Luca di Montezemolo þar sem hann sagði að Formúla 1 þurfi að þróast og endurnýja sig, hann viðurkenndi líka að 24 klukkustunda keppnin væri heillandi. Þegar sagt er að eftir 2020, gæti Ferrari hætt í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans og þolaksturskeppnum, þá er verið að teygja hans orð of langt. Plús það auðvitað, það er ekkert sem stoppar Ferrari í að leggja meira í sölurnar og keppa í báðum keppnum. Svo þetta eru inanntómar getgátur,“ sagði í yfirlýsingu frá Ferrari vegna málsins.
Formúla Tengdar fréttir Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00 Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00
Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45
Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03