Enski boltinn

Fábregas: Arsenal var með nóg af mönnum í minni stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fábregas er nýjasti liðsmaður Chelsea.
Fábregas er nýjasti liðsmaður Chelsea. Vísir/Getty
Sem kunnugt er gekk Cesc Fábregas til liðs við Chelsea frá Barcelona í síðustu viku. Það kom mörgum á óvart enda var Arsenal, hans gamla félag, með forkaupsrétt á Fábregas.

Spánverjinn, sem lék með Arsenal á árunum 2003-2011, sagðist hafa rætt við Arsene Wenger sem tjáði honum að Lundúnaliðið væri með nóg af mönnum í hans stöðu.

"Arsenal var minn fyrsti kostur vegna forkaupsréttarins, en ég ræddi við Wenger og hann sagðist vera með nógu marga menn í minni stöðu," sagði Fábregas.

"Ég fékk góð tilboð frá öðrum liðum. Ég vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

"Ég ræddi við Jose Mourinho og hann sagði það sem ég vildi heyra, hann sannfærði mig. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna," sagði Fabregas sem kom inn á sem varamaður í 5-1 tapi Spánverja gegn Hollendingum á HM á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×