Martin Kaymer leiðir enn á US Open þrátt fyrir lélegan þriðja hring 15. júní 2014 02:32 Martin Kaymer er í bílstjórasætinu fyrir lokahringinn á US Open. AP/Getty Martin Kaymer leiðir enn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en fyrir lokahringinn er þessi 29 ára Þjóðverji á átta höggum undir pari. Kaymer hefur verið í sérflokki á Pinehurst velli nr.2 hingað til en hann lék fyrstu tvo hringina á 65 höggum eða samtals á tíu höggum undir pari. Hann var þó ekki jafn öflugur á þriðja hring sem hann lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Kaymer á fimm högg á næstu menn en sagan hefur kennt okkur að fimm högg eru fljót að fara á lokahringjum í risamótum eins og US Open. Á hæla hans, á þremur höggum undir pari, koma þeir Erik Compton og Rickie Fowler. Þeir tveir léku báðir á 67 höggum í dag en áhugavert verður að sjá hvort að þeir geti gert atlögu að Kaymer á morgun.Áhugaverðir áskorendur á lokahringnum Það þarf ekki að kynna Rickie Fowler fyrir golfáhugamönnum en hann var besti áhugakylfingur heims á sínum tíma og er þekktur á PGA-mótaröðinni fyrir einstaka prúðmennsku og skemmtilegan klæðaburð. Fowler tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni fyrir tímabilið 2010 og vann sitt fyrsta mót árið 2012 en hann gæti með góðum hring á morgun sett mikla pressu á Martin Kaymer. Það getur Erik Compton líka á lokahringnum en saga hans er ævintýri líkust. Hann hefur farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni en sú síðasta var árið 2008. Hann getur ekki gengið 18 holur eins og keppinautar sínir á PGA-mótaröðinni og þarf að nota golfbíl en hann fór í mál við mótaröðina á sínum tíma til þess að fá að nota bíl. Hann vann þá málsókn og er þessa dagana í fullu fjöru á PGA-mótaröðinni en það verður eflaust gaman að fylgjast með þessum frábæra kylfingi á lokahringnum á morgun. Fleiri heimsklassa kylfingar geta gert atlögu að Martin Kaymer en á tveimur höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson.McIlroy og Scott nánast úr leikRory McIlroy spilaði sig úr toppbaráttunni í dag en hann lék þriðja hring á fjórum höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari fyrir lokahringinn. Besti kylfingur heims, Adam Scott, er einnig á þremur höggum yfir pari eftir hringina þrjá og það er mjög ólíklegt að þeir blandi sér í baráttu efstu manna. Spennandi verður að sjá hvort að Martin Kaymer stenst pressuna á morgun en margir góðir kylfingar eiga eftir að sækja að honum. Lokahringurinn á þessu sögufræga golfmóti verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 17:00. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Martin Kaymer leiðir enn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en fyrir lokahringinn er þessi 29 ára Þjóðverji á átta höggum undir pari. Kaymer hefur verið í sérflokki á Pinehurst velli nr.2 hingað til en hann lék fyrstu tvo hringina á 65 höggum eða samtals á tíu höggum undir pari. Hann var þó ekki jafn öflugur á þriðja hring sem hann lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Kaymer á fimm högg á næstu menn en sagan hefur kennt okkur að fimm högg eru fljót að fara á lokahringjum í risamótum eins og US Open. Á hæla hans, á þremur höggum undir pari, koma þeir Erik Compton og Rickie Fowler. Þeir tveir léku báðir á 67 höggum í dag en áhugavert verður að sjá hvort að þeir geti gert atlögu að Kaymer á morgun.Áhugaverðir áskorendur á lokahringnum Það þarf ekki að kynna Rickie Fowler fyrir golfáhugamönnum en hann var besti áhugakylfingur heims á sínum tíma og er þekktur á PGA-mótaröðinni fyrir einstaka prúðmennsku og skemmtilegan klæðaburð. Fowler tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni fyrir tímabilið 2010 og vann sitt fyrsta mót árið 2012 en hann gæti með góðum hring á morgun sett mikla pressu á Martin Kaymer. Það getur Erik Compton líka á lokahringnum en saga hans er ævintýri líkust. Hann hefur farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni en sú síðasta var árið 2008. Hann getur ekki gengið 18 holur eins og keppinautar sínir á PGA-mótaröðinni og þarf að nota golfbíl en hann fór í mál við mótaröðina á sínum tíma til þess að fá að nota bíl. Hann vann þá málsókn og er þessa dagana í fullu fjöru á PGA-mótaröðinni en það verður eflaust gaman að fylgjast með þessum frábæra kylfingi á lokahringnum á morgun. Fleiri heimsklassa kylfingar geta gert atlögu að Martin Kaymer en á tveimur höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson.McIlroy og Scott nánast úr leikRory McIlroy spilaði sig úr toppbaráttunni í dag en hann lék þriðja hring á fjórum höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari fyrir lokahringinn. Besti kylfingur heims, Adam Scott, er einnig á þremur höggum yfir pari eftir hringina þrjá og það er mjög ólíklegt að þeir blandi sér í baráttu efstu manna. Spennandi verður að sjá hvort að Martin Kaymer stenst pressuna á morgun en margir góðir kylfingar eiga eftir að sækja að honum. Lokahringurinn á þessu sögufræga golfmóti verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira