Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. Mynd/Víkurfréttir „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira