Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 09:30 Arnar Már Björgvinsson með boltann í fyrri leiknum gegn Inter. vísir/Andri Marinó Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30