Aníta Hinriksdóttir lenti í öðru sæti í 800 metra hlaupi í sérstöku ungmennamóti í aðdraganda Demantamótsins sem fer fram í Zurich í kvöld.
Mótið er ekki hluti af Demantamótaröðinni sjálfri, en í því keppa tólf ungar stúlkur.
Aníta kom í mark í öðru sæti á tímanum 2:01,23 sem er besti tími hennar á árinu og tæplega sekúndu á eftir Íslandsmeti hennar.
Var hún nálægt því að næla í gullið en aðeins munaði 0,08 sekúndu á henni og Sanne Verstegen frá Hollandi sem kom fyrst í mark á tímanum 2:01,15.
Um var að ræða síðasta stórmótið sem Aníta tekur þátt í á þessu ári.
Aníta nældi í silfur í Zurich á sínum besta tíma í ár
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Fleiri fréttir
