Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 18:00 Torfi Jóhannsson og dósir í endurvinnslu. Vísir/Pjetur „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is. Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
„Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is.
Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58