Hvaða þrjá tekur Tom Watson með til Skotlands? Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Sjö kylfingar úr bandaríska liðinu tóku ísfötuáskoruninni á dögunum. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira