Reiði á Dalvík eftir að gæsin Goggur var lituð blá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2014 15:08 Goggur er er meðal annars blár á augnlokunum og goggnum. Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“ Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira