Pepsi-deildar lið Víkings er byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar, en félagið gekk frá samningi við kantmanninn öfluga Hallgrím Mar Steingrímsson í dag.
Þessi 24 ára gamli Húsvíkingur skrifaði undir þriggja ára samning við Fossvogsfélagið í Víkinni í dag, en þetta verður í fyrsta skipti sem hann spreytir sig í deild þeirra bestu.
Hallgrímur Mar, sem gekk í raðir KA frá uppeldisfélagi sínu Völsungi árið 2009, hefur verið einn skæðasti sóknarmaðurinn í 1. deildinni undanfarin ár.
Síðustu þrjú sumur hefur hann skorað 22 mörk í 58 leikjum og var kosinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar 2012 og aftur í ár eftir að skora níu mörk í 21 leik.
Hallgrímur var samningslaus eftir tímabilið og æfði með KR fyrr í mánuðinum, en hann sagði fjögur félög berjast um sig í viðtali við fótbolti.net fyrr í vikunni.
Víkingar, sem höfnuðu í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár á næsta tímabili, ætla sér að styrkja liðið enn frekar, að sögn HeimisGunnlaugssonar, formanns meistaraflokksráðs.
Fossvogsliðið missti sinn besta mann, Aron Elís Þrándarson, í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann gerði þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Álasund.
Hallgrímur Mar samdi við Víking
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn