Viðskipti innlent

Íslenski sjávarklasinn fyrirmynd sjávarklasa í Bandaríkjunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þór Sigfússon stofnaði Íslenska sjávarklasann árið 2011.
Þór Sigfússon stofnaði Íslenska sjávarklasann árið 2011. Vísir/Arnþór
Sjávarklasi að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans verður opnaður í Portland í Maine í Bandaríkjunum á næstunni.

Íslenski sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 af Þór Sigfússyni. Hann starfar á grundvelli svokallaðrar klasafræði og er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi.

Í frétt Under Current News segir að Íslenski sjávarklasinn hafi í samstarfi við fyrirtækið North Atlantic Assets & Soli DG í Maine unnið að stofnun klasans í Portland sem heitir New England Ocean Cluster.

Markmið klasans er að hvetja til og styðja við nýsköpun í sjávarútvegi. Fyrirtæki sem starfa munu í klasanum munu meðal annars vera á sviði matvælaframleiðslu, skipasmíði og sjávartækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×