Sport

Björg sló í gegn í Höllinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björg Gunnarsdóttir kemur í mark í hlaupinu í dag.
Björg Gunnarsdóttir kemur í mark í hlaupinu í dag. Mynd/Vilhelm
ÍR-ingurinn Björg Gunnarsdóttir náði fjórða besta tíma Íslendings í 200 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í frjálsum fyrir 15-22 ára í Laugardalshöllinni í dag.

Björg kom í mark á 24,65 sekúndum en aðeins Silja Úlfarsdóttir, Sunna Gestsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir eiga betri tíma í greininni innanhúss. Silfrið.is greindi frá þessu og birti meðfylgjandi myndband frá hlaupinu í dag.

Steinunn Erla Davíðsdóttir varð önnur í greininni og Sveinbjörg Zophaníasdóttir þriðja.

Kolbeinn Höður Gunnarsson, fyrir miðju, hleypur til sigurs í dag. Jóhann Björn er til vinstri á myndinni.Mynd/Vilhelm
Kolbeinn Höður Gunnarsson vann sigur í 200 m hlaupi karla á 21,90 sekúndum og var nálægt sínum besta tíma. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð annar og Gunnar Guðmundsson þriðji.

Meistaramótinu lauk í dag en alls tóku 217 keppendur þátt. Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki og Tristan Freyr Jónsson, ÍR, urðu sigursælust en bæði urðu fjórfaldir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki.

Guðbjörg Bjarkardóttir, FH, Reynir Zoega, Breiðabliki, Kolbeinn Höður, UFA og Björg urðu þrefaldir meistarar. Hér má sjá úrslit helgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×