Innlent

Segir ráðherra bera ábyrgð á pólitískum aðstoðarmönnum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðherrar eigi að víkja þegar pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um refisverð brot. Hann segist þó styðja að Hanna Birna gegni áfram embætti innanríkisráðherra.

"Ég hef rætt þessa skoðun mína almennt í gegnum tíðina, almennt um ráðherra, en ekki þetta mál [lekamálið] sérstaklega. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að pólitísk ábyrgð sé rík við þessar aðstæður,“ segir Brynjar.

Þannig að Hanna Birna á að segja af sér að þínu mati?

„Þetta var rætt á þingflokksfundi í dag og menn ræddu þetta fram og til baka og niðurstaðan er sú að hún hefur fullt traust þingflokksins og líka mitt til að gegna starfinu áfram eins og staðan er núna,“ segir Brynjar.

Ertu þá ekki komin í mótsögn við sjálfan þig?



„Jú það má kannski segja að þetta sé ákveðin mótsögn en ég er bara að segja að þetta er almennt svona og mín skoðun hefur verið sú að ráðherra við þessar aðstæður segi af sér,“ segir Brynjar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×