Meint syndaregistur ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2014 14:10 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar standa í afar erfiðum málum. Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnin tók við völdum og nú þegar er hún, samkvæmt nýjum mælingum þjóðarpúls Gallup, að slá öll met í óvinsældum. „Ætli Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hafi grunað þegar þeir tóku við völdum í maí 2013 að einu og hálfu ári síðar sætu þeir í einhverri óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar?“ skrifarEgill Helgson stjórnmálaskýrandi á bloggsíðu sína. Á Facebook hafa ummæli Bjarna Benediktssonar verið rifjuð upp, þegar hann vildi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá á sínum tíma, með vísan til lítils stuðnings í skoðanakönnunum en þá lagði Bjarni upp úr því að ríkisstjórnin gerði ekkert til að efla samstöðu, þvert á móti væri hún ríkisstjórn sundurlyndis. „Ríkisstjórn sem elur ekki á sundrungu heldur leggur á þessum þröngu tímum áherslu á mál sem sameina þjóðina.“Skætingur ráðamanna Í ljósi þess má heita athyglisvert hversu umdeild málin sem ríkisstjórnin hefur keyrt á hafa reynst. En, það sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur, sá sem hefur tekið að sér að leiða mótmælendur í mótmælastöðu sem til hefur verið boðað í dag klukkan 17 á Austurvelli, nefnir helst til sögunnar er skætingur ráðamanna. Nú þegar þetta er skrifað hafa um sjö þúsund manns boðað komu sína. Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá er spurt: Hverju er verið að mótmæla? Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur ástæðulaust að mótmæla, og hann vísar til ýmissa mála sem hann telur vera til fyrirmyndar á Íslandi. En, víst er að margir eru honum ósammála þar um. Á Facebooksíðu þar sem haldið er utan um dagskrá mótmælanna er talað um að fólk sé reitt, en það kunni sig. „Þessi ríkisstjórn er einfaldlega glötuð og við ætlum að mæta öll, hvert með sitt ólíka mál og láta í okkur heyra.“ Bloggarinn Agnar Kristján Þorsteinsson hleypur yfir sviðið í pistli sem hann kallar Þegar fautar snapa fæting og nefnir mál sem sannarlega hafa reynst umdeild, en fyrst og fremst er það „kjafthátturinn, skætingurinn og bullið sem er hreytt framan í fólk,“ sem er ástæða mótmæla, að mati Agnars. En af nógu er að taka.Agnar og Ísak afhentu forsetanum undirskriftirnar en hann gerði lítið með þær.visir/hh1. Lækkun veiðigjalda Ofarlega á dagskrá mála sem Agnar Kristján tiltekur er fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sem var lækkunin á veiðigjöldum ... „var keyrð í gegn þrátt fyrir tilkynningar um niðurskurð á almannaþjónustu vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs,“ skrifar Agnar Kristján. Og vissulega var málið, og hefur verið, gríðarlega umdeilt, þá ekki síst vegna þess gagnrýnendur telja það sýna glögglega hvar hjarta ríkisstjórnarinnar slær. Agnar stóð einmitt fyrir undirskriftasöfnun ásamt Ísak Jónssyni, þar sem breytingum á fiskveiðikerfinu var mótmælt. Vel á 40 þúsund undirskriftir söfnuðust, sem afhentar voru Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, en gera má ráð fyrir að honum, sem hefur einmitt vísað til undirskriftasafnana þegar hann hefur gripið inní, hafi verið brugðið. Hann gaf þó ekkert fyrir þessar tilteknu undirskriftir.Jón Steindór. Benti ítrekað á að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðum, en ríkisstjórnin gefur lítið fyrir það.2. Aðildarviðræður við ESB Ekki síður reyndist þingsályktunartillaga utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, sem hann lagði fram á síðasta þingi, umdeild; þess efnis að slíta beri fyrir fullt og fast viðræðum við Evrópusambandið. Þær fyrirætlanir voru settar á salt og óafgreiddar áður en síðasta þingi var slitið. Fjölmennir mótmælafundir voru haldnir á Austurvelli síðasta vetur vegna málsins og enn var biðlað til ráðamanna með undirskriftum. Jón Steindór Valdimarsson fór fyrir henni, og fóru undirskriftir í tæp 54 þúsund, ein mesta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar og sýndu skoðanakannanir ítrekað að um 70 til 80 prósent þjóðarinnar studdu áframhald viðræðna. Og þó málið hafi reynst Sjálfstæðisflokkum afar erfitt, en Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn hafa talað um klofning, þá tók Bjarni Benediktsson málið upp á nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, og talaði þar umbúðalaust fyrir nauðsyn þess að það yrði farið fram með málið að nýju.Hanna Birna og Sigmundur Davíð, innanríkisráðherrar.3. Lekamálið Enn eitt málið sem reynst hefur ríkisstjórninni afar erfitt er Lekamálið. Ekki ætti að þurfa að tíunda það mál, svo mjög hefur verið um það fjallað í fjölmiðlum, sem í fyrstu fjallaði um minnisblað sem lak til fjölmiðla um málefni hælisleitandans Tony Omos, að þar væri að finna eitt og annað um einkamál hans en snerist fljótlega um viðbrögð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra; hvort hún laug að þinginu, samskipti hennar við Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóra og svo hina stjórnsýslulega meðferð málsins. Ríkisstjórnin neyddist um síðir til að bregðast við með að þrengja starfssvið Hönnu Birnu og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfir hluta verkefna dómsmálaráðuneytisins.Foringjar ríkisstjórnarinnar kynna stóra mál ríkisstjórnarinnar, en þrátt fyrir að til standi að veita 80 milljörðum úr ríkissjóði til þeirra sem skulda húsnæðislán, hrapar fylgi stjórnarinnar.4. Skuldaleiðréttingin Skuldaleiðréttingin svokallaða hefur reynst ríkisstjórninni erfið og er langt í frá að séð sé fyrir enda þess. Mörgum þykir þessar skuldaniðurfellingar þeirra sem skulda húsnæðislán ranglátar; og þá að öllum almenningi sé gert að greiða þau með milligöngu ríkissjóðs en ekki „hrægammarnir“ sem forsætisráðherra var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Þá finnst þeim sem fá naumt skammtað og kristallast sú óánægja meðal annars í málflutningi Vilhjálms Bjarnasonar formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Honum þykir þetta ekki uppí nös á ketti og allt kerfið hangi á lyginni einni saman: „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar.Mikil óánægja er uppi um áform Sigurðar Inga ráðherra að flytja Fiskistofu með manni og mús frá Hafnarfirði til Akureyrar.5. Flutningur FiskistofuSigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fór bratt í það þegar hann tilkynnti án mikils fyrirvara flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði á Akureyri. Sigurður Ingi vísaði til stjórnarsáttmála og byggðastefnu ríkisstjórnarinnar en hann var hins vegar gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið vinna neina úttekt á afleiðingum slíks flutnings. Málið reyndist afar umdeilt og ekki ætlar neinn starfsmaður Fiskistofu, fyrir utan forstjóra hennar, að flytja með henni norður, þó ráðherra hafi boðið þeim styrk til að flytja. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem og bæjarstjórnin þar hefur mótmælt þessum áformum harðlega en ráðherra ætlar hvergi að hvika frá ákvörðun sinni.Ástandið í heilbrigðisgeiranum er óviðunandi og það reynir sannarlega á ríkisstjórnina.6. Læknar í verkfalliKristján Þór Júlíusson stendur sannarlega í ströngu sem heilbrigðisráðherra. Ekki síst er vísað til þess að heilbrigðiskerfið sé í fjársvelti þegar menn vilja gagnrýna ríkisstjórnina og læknar hafa lýst yfir neyðarástandi. Ungir læknar við nám og störf erlendis hafa sagt að þeim sé illmögulegt að koma heim til starfa. Birtingarmynd ófremdarástandsins er sú helst að nú eru læknar komnir í verkfall, en þá hefur báborið ástand húsakynna Landsspítalans sannarlega verið í umræðunni, nú síðast birtust fréttir af maurum sem hafa búið þar um sig. Svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að koma að þeirri kjaradeilu með því að grípa inní með neyðarlögum, en þá er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að hafa gripið til slíkra laga þegar undirmenn á Eyjaferjunni Herjólfi voru í verkfalli.Skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington hefur reynst umdeild.7. Umdeildar ráðningar Ráðamenn hafa verið gagnrýndir fyrir ráðningar í valdastöður og þannig nefnir áðurnefndur bloggari, Agnar Kristján eftirfarandi dæmi: „... Jónasar Fr. Jónssonar sem formanns LÍN, ráðningu á frænku Davíðs Oddssonar þangað inn framfyrir hæfari umsækjendur og þrátt fyrir áminningu til hennar úr fyrra starfi, skipun Geirs H. Haardes sem sendiherra og ráðning Árna Sigfússonar sem verkefnisstjóra yfir innleiðingu rafrænna skírteina eftir að hafa gert Reykjanesbæ tæknilega gjaldþrota.“ Þá má nefna ráðningu Birnu Guðmundsdóttir til lögregluskóla ríkisins. Kærunefnd jafnréttismála telur að Ríkislögreglustjóri hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla þegar hann skipaði Birnu í starf lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins í febrúar á þessu ári. Birna er frænka Hönnu Birnu. Víst er að ráðning sendiherra úr röðum pólitíkusa hefur í gegnum tíðina sætt mikilli gagnrýni og ræddi Vísir viðÁstu Bjarnadóttur, ráðgjafa hjá Capacent, sem segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur, sem aðrir ráðherrar, haft í ýmis horn að líta frá því stjórnin tók við.8. Virðisaukaskattlaust í ferðaþjónustuna Einn helsti vaxtarbroddurinn hefur verið í ferðaþjónustu og því þótti mörgum skjóta skökku við þegar ríkisstjórnin tilkynnti í upphafi valdatíðar sinnar að ýmsir þættir ferðaþjónustunnar yrðu skattlausir, eftir sem áður. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta, þeirra á meðal stjórnarliðinn Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hún hefur breytt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málin betur: Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís.9. Stytting framhaldsskólanáms Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur, sem og flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, staðið í ströngu og þannig hefur honum tekist að æsa upp gegn sér menningarinnar menn með fyrirætlunum um hækkun virðisaukaskatts á bækur. Fjölmargir rithöfundar hafa ritað greinar þar sem þeim áformum er harðlega mótmælt. Tónlistarkennarar eru komnir í verkfall, en það sem erfiðast hefur reynst Illuga, og þar með ríkisstjórninni, eru fyrirætlanir um styttingu framhaldsskólanáms um eitt ár. Og einnig hefur áformum um að loka fyrir það að nemendur eldri en 25 ára geti sótt sér stúdentsgráðu.10. MatarskatturMatarskattshækkunin er líkast til eitthvert erfiðasta mál sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur staðið frammi fyrir og eru þau þó mörg erfið mál sem eru á hans borði. Undirliggjandi er óánægja sem er að meðan laun hafa ekki hækkað sem heitið getur undanfarin ár hefur matvara hækkað mjög mikið, meðallaun ná varla framfærsluviðmiðum. Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúin hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Er óánægjan svo mikil að samtal hefur verið á milli stjórnarflokkanna þess efnis hvort ekki sé rétt að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.Ýmis mál önnur Hefð er fyrir því í slíkri upptalningu að hafa listann með tíu atriðum en fjölmörg mál önnur, sem reynst hafa ríkisstjórninni afar erfið, mætti nefna til sögunnar. Í raun má fullyrða, án þess að lagt sé mat á það hvort gagnrýnin sem ríkisstjórnin hefur mátt sæta sé sanngjörn, að það sé afrek hversu mörg mála sem ríkisstjórnin hefur bryddað uppá hafa reynst mikið jarðsprengjusvæði. Hverju sem um má kenna. Hér er skautað yfir fáein til viðbótar: Eitt nýjasta málið er umdeild vélbyssuvæðing lögreglunnar, mál sem er yfirstandandi núna en þar eru það ekki síst viðbrögðin sem reynst hafa umdeild. Samkeppnisbrot MS hafa reynst ríkisstjórninni óþægileg því þau hafa opnað umræðu um umdeilda landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar, meint sýkt kjöt tengist svo þeirri umræðu en orðSigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, komu illa við margan manninn þegar hún vildi standa vörð um íslenskar landbúnaðarafurðir, ummæli Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Framsóknarflokksins um áburðarverksmiðju féllu einnig í grýttan jarðveg.Sveitarstjórnarkosningarnar reyndust Framsóknarflokknum í landsmálunum ákaflega erfiðar, þrátt fyrir óvæntan kosningasigur í Reykjavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið sakaður um að hafa viljandi dregið lappirnar með að koma fram með afgerandi yfirlýsingu þess efnis að málflutningurSveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita framsóknarmanna í borginni, þar sem hún til að mynda vakti athygli á nauðungarhjónaböndum stúlkna í múslimatrú, sem margir vildu túlka sem rasisma, stangaðist á við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Sigmundur sjálfur vill ekki meina að svo sé. Með réttu eða röngu hafa margir viljað kenna Framsóknarflokkinn við ýmsa popúlíska flokka í Evrópu. Ýmsar yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttir hafa reynst umdeildar eins og þær að refsa beri RÚV fyrir umfjöllun um Framsóknarflokkinn í krafti vald síns sem formaður niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar sem rættist svo. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gaf upp boltann og sendi í raun stríðsyfirlýsingu á hendur fjölmiðlum þegar hann sendi frá sér grein við upphaf valdatíðar sinnar um loftárásir fjölmiðla á hendur sér og flokknum. Niðurstaða alls þessa virðist svo vera aukinn fólksflótti til Noregs og þar hefur FylkisflokkurGunnars Smára Egilssonar reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu og vakið upp óþægilega umræðu sem grundvallast á samanburði við Noreg. Er þá ónefnt eitt helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar, sem er afnám gjaldeyrishafta. Meðan þau eru við lýði er erfitt að meta efnahagsbreytur á borð við verðbólgu. Það væri efni í annað vers. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnin tók við völdum og nú þegar er hún, samkvæmt nýjum mælingum þjóðarpúls Gallup, að slá öll met í óvinsældum. „Ætli Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hafi grunað þegar þeir tóku við völdum í maí 2013 að einu og hálfu ári síðar sætu þeir í einhverri óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar?“ skrifarEgill Helgson stjórnmálaskýrandi á bloggsíðu sína. Á Facebook hafa ummæli Bjarna Benediktssonar verið rifjuð upp, þegar hann vildi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá á sínum tíma, með vísan til lítils stuðnings í skoðanakönnunum en þá lagði Bjarni upp úr því að ríkisstjórnin gerði ekkert til að efla samstöðu, þvert á móti væri hún ríkisstjórn sundurlyndis. „Ríkisstjórn sem elur ekki á sundrungu heldur leggur á þessum þröngu tímum áherslu á mál sem sameina þjóðina.“Skætingur ráðamanna Í ljósi þess má heita athyglisvert hversu umdeild málin sem ríkisstjórnin hefur keyrt á hafa reynst. En, það sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur, sá sem hefur tekið að sér að leiða mótmælendur í mótmælastöðu sem til hefur verið boðað í dag klukkan 17 á Austurvelli, nefnir helst til sögunnar er skætingur ráðamanna. Nú þegar þetta er skrifað hafa um sjö þúsund manns boðað komu sína. Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá er spurt: Hverju er verið að mótmæla? Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur ástæðulaust að mótmæla, og hann vísar til ýmissa mála sem hann telur vera til fyrirmyndar á Íslandi. En, víst er að margir eru honum ósammála þar um. Á Facebooksíðu þar sem haldið er utan um dagskrá mótmælanna er talað um að fólk sé reitt, en það kunni sig. „Þessi ríkisstjórn er einfaldlega glötuð og við ætlum að mæta öll, hvert með sitt ólíka mál og láta í okkur heyra.“ Bloggarinn Agnar Kristján Þorsteinsson hleypur yfir sviðið í pistli sem hann kallar Þegar fautar snapa fæting og nefnir mál sem sannarlega hafa reynst umdeild, en fyrst og fremst er það „kjafthátturinn, skætingurinn og bullið sem er hreytt framan í fólk,“ sem er ástæða mótmæla, að mati Agnars. En af nógu er að taka.Agnar og Ísak afhentu forsetanum undirskriftirnar en hann gerði lítið með þær.visir/hh1. Lækkun veiðigjalda Ofarlega á dagskrá mála sem Agnar Kristján tiltekur er fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sem var lækkunin á veiðigjöldum ... „var keyrð í gegn þrátt fyrir tilkynningar um niðurskurð á almannaþjónustu vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs,“ skrifar Agnar Kristján. Og vissulega var málið, og hefur verið, gríðarlega umdeilt, þá ekki síst vegna þess gagnrýnendur telja það sýna glögglega hvar hjarta ríkisstjórnarinnar slær. Agnar stóð einmitt fyrir undirskriftasöfnun ásamt Ísak Jónssyni, þar sem breytingum á fiskveiðikerfinu var mótmælt. Vel á 40 þúsund undirskriftir söfnuðust, sem afhentar voru Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, en gera má ráð fyrir að honum, sem hefur einmitt vísað til undirskriftasafnana þegar hann hefur gripið inní, hafi verið brugðið. Hann gaf þó ekkert fyrir þessar tilteknu undirskriftir.Jón Steindór. Benti ítrekað á að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðum, en ríkisstjórnin gefur lítið fyrir það.2. Aðildarviðræður við ESB Ekki síður reyndist þingsályktunartillaga utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, sem hann lagði fram á síðasta þingi, umdeild; þess efnis að slíta beri fyrir fullt og fast viðræðum við Evrópusambandið. Þær fyrirætlanir voru settar á salt og óafgreiddar áður en síðasta þingi var slitið. Fjölmennir mótmælafundir voru haldnir á Austurvelli síðasta vetur vegna málsins og enn var biðlað til ráðamanna með undirskriftum. Jón Steindór Valdimarsson fór fyrir henni, og fóru undirskriftir í tæp 54 þúsund, ein mesta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar og sýndu skoðanakannanir ítrekað að um 70 til 80 prósent þjóðarinnar studdu áframhald viðræðna. Og þó málið hafi reynst Sjálfstæðisflokkum afar erfitt, en Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn hafa talað um klofning, þá tók Bjarni Benediktsson málið upp á nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, og talaði þar umbúðalaust fyrir nauðsyn þess að það yrði farið fram með málið að nýju.Hanna Birna og Sigmundur Davíð, innanríkisráðherrar.3. Lekamálið Enn eitt málið sem reynst hefur ríkisstjórninni afar erfitt er Lekamálið. Ekki ætti að þurfa að tíunda það mál, svo mjög hefur verið um það fjallað í fjölmiðlum, sem í fyrstu fjallaði um minnisblað sem lak til fjölmiðla um málefni hælisleitandans Tony Omos, að þar væri að finna eitt og annað um einkamál hans en snerist fljótlega um viðbrögð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra; hvort hún laug að þinginu, samskipti hennar við Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóra og svo hina stjórnsýslulega meðferð málsins. Ríkisstjórnin neyddist um síðir til að bregðast við með að þrengja starfssvið Hönnu Birnu og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfir hluta verkefna dómsmálaráðuneytisins.Foringjar ríkisstjórnarinnar kynna stóra mál ríkisstjórnarinnar, en þrátt fyrir að til standi að veita 80 milljörðum úr ríkissjóði til þeirra sem skulda húsnæðislán, hrapar fylgi stjórnarinnar.4. Skuldaleiðréttingin Skuldaleiðréttingin svokallaða hefur reynst ríkisstjórninni erfið og er langt í frá að séð sé fyrir enda þess. Mörgum þykir þessar skuldaniðurfellingar þeirra sem skulda húsnæðislán ranglátar; og þá að öllum almenningi sé gert að greiða þau með milligöngu ríkissjóðs en ekki „hrægammarnir“ sem forsætisráðherra var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Þá finnst þeim sem fá naumt skammtað og kristallast sú óánægja meðal annars í málflutningi Vilhjálms Bjarnasonar formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Honum þykir þetta ekki uppí nös á ketti og allt kerfið hangi á lyginni einni saman: „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar.Mikil óánægja er uppi um áform Sigurðar Inga ráðherra að flytja Fiskistofu með manni og mús frá Hafnarfirði til Akureyrar.5. Flutningur FiskistofuSigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fór bratt í það þegar hann tilkynnti án mikils fyrirvara flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði á Akureyri. Sigurður Ingi vísaði til stjórnarsáttmála og byggðastefnu ríkisstjórnarinnar en hann var hins vegar gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið vinna neina úttekt á afleiðingum slíks flutnings. Málið reyndist afar umdeilt og ekki ætlar neinn starfsmaður Fiskistofu, fyrir utan forstjóra hennar, að flytja með henni norður, þó ráðherra hafi boðið þeim styrk til að flytja. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem og bæjarstjórnin þar hefur mótmælt þessum áformum harðlega en ráðherra ætlar hvergi að hvika frá ákvörðun sinni.Ástandið í heilbrigðisgeiranum er óviðunandi og það reynir sannarlega á ríkisstjórnina.6. Læknar í verkfalliKristján Þór Júlíusson stendur sannarlega í ströngu sem heilbrigðisráðherra. Ekki síst er vísað til þess að heilbrigðiskerfið sé í fjársvelti þegar menn vilja gagnrýna ríkisstjórnina og læknar hafa lýst yfir neyðarástandi. Ungir læknar við nám og störf erlendis hafa sagt að þeim sé illmögulegt að koma heim til starfa. Birtingarmynd ófremdarástandsins er sú helst að nú eru læknar komnir í verkfall, en þá hefur báborið ástand húsakynna Landsspítalans sannarlega verið í umræðunni, nú síðast birtust fréttir af maurum sem hafa búið þar um sig. Svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að koma að þeirri kjaradeilu með því að grípa inní með neyðarlögum, en þá er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að hafa gripið til slíkra laga þegar undirmenn á Eyjaferjunni Herjólfi voru í verkfalli.Skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington hefur reynst umdeild.7. Umdeildar ráðningar Ráðamenn hafa verið gagnrýndir fyrir ráðningar í valdastöður og þannig nefnir áðurnefndur bloggari, Agnar Kristján eftirfarandi dæmi: „... Jónasar Fr. Jónssonar sem formanns LÍN, ráðningu á frænku Davíðs Oddssonar þangað inn framfyrir hæfari umsækjendur og þrátt fyrir áminningu til hennar úr fyrra starfi, skipun Geirs H. Haardes sem sendiherra og ráðning Árna Sigfússonar sem verkefnisstjóra yfir innleiðingu rafrænna skírteina eftir að hafa gert Reykjanesbæ tæknilega gjaldþrota.“ Þá má nefna ráðningu Birnu Guðmundsdóttir til lögregluskóla ríkisins. Kærunefnd jafnréttismála telur að Ríkislögreglustjóri hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla þegar hann skipaði Birnu í starf lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins í febrúar á þessu ári. Birna er frænka Hönnu Birnu. Víst er að ráðning sendiherra úr röðum pólitíkusa hefur í gegnum tíðina sætt mikilli gagnrýni og ræddi Vísir viðÁstu Bjarnadóttur, ráðgjafa hjá Capacent, sem segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur, sem aðrir ráðherrar, haft í ýmis horn að líta frá því stjórnin tók við.8. Virðisaukaskattlaust í ferðaþjónustuna Einn helsti vaxtarbroddurinn hefur verið í ferðaþjónustu og því þótti mörgum skjóta skökku við þegar ríkisstjórnin tilkynnti í upphafi valdatíðar sinnar að ýmsir þættir ferðaþjónustunnar yrðu skattlausir, eftir sem áður. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta, þeirra á meðal stjórnarliðinn Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hún hefur breytt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málin betur: Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís.9. Stytting framhaldsskólanáms Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur, sem og flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, staðið í ströngu og þannig hefur honum tekist að æsa upp gegn sér menningarinnar menn með fyrirætlunum um hækkun virðisaukaskatts á bækur. Fjölmargir rithöfundar hafa ritað greinar þar sem þeim áformum er harðlega mótmælt. Tónlistarkennarar eru komnir í verkfall, en það sem erfiðast hefur reynst Illuga, og þar með ríkisstjórninni, eru fyrirætlanir um styttingu framhaldsskólanáms um eitt ár. Og einnig hefur áformum um að loka fyrir það að nemendur eldri en 25 ára geti sótt sér stúdentsgráðu.10. MatarskatturMatarskattshækkunin er líkast til eitthvert erfiðasta mál sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur staðið frammi fyrir og eru þau þó mörg erfið mál sem eru á hans borði. Undirliggjandi er óánægja sem er að meðan laun hafa ekki hækkað sem heitið getur undanfarin ár hefur matvara hækkað mjög mikið, meðallaun ná varla framfærsluviðmiðum. Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúin hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Er óánægjan svo mikil að samtal hefur verið á milli stjórnarflokkanna þess efnis hvort ekki sé rétt að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.Ýmis mál önnur Hefð er fyrir því í slíkri upptalningu að hafa listann með tíu atriðum en fjölmörg mál önnur, sem reynst hafa ríkisstjórninni afar erfið, mætti nefna til sögunnar. Í raun má fullyrða, án þess að lagt sé mat á það hvort gagnrýnin sem ríkisstjórnin hefur mátt sæta sé sanngjörn, að það sé afrek hversu mörg mála sem ríkisstjórnin hefur bryddað uppá hafa reynst mikið jarðsprengjusvæði. Hverju sem um má kenna. Hér er skautað yfir fáein til viðbótar: Eitt nýjasta málið er umdeild vélbyssuvæðing lögreglunnar, mál sem er yfirstandandi núna en þar eru það ekki síst viðbrögðin sem reynst hafa umdeild. Samkeppnisbrot MS hafa reynst ríkisstjórninni óþægileg því þau hafa opnað umræðu um umdeilda landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar, meint sýkt kjöt tengist svo þeirri umræðu en orðSigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, komu illa við margan manninn þegar hún vildi standa vörð um íslenskar landbúnaðarafurðir, ummæli Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Framsóknarflokksins um áburðarverksmiðju féllu einnig í grýttan jarðveg.Sveitarstjórnarkosningarnar reyndust Framsóknarflokknum í landsmálunum ákaflega erfiðar, þrátt fyrir óvæntan kosningasigur í Reykjavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið sakaður um að hafa viljandi dregið lappirnar með að koma fram með afgerandi yfirlýsingu þess efnis að málflutningurSveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita framsóknarmanna í borginni, þar sem hún til að mynda vakti athygli á nauðungarhjónaböndum stúlkna í múslimatrú, sem margir vildu túlka sem rasisma, stangaðist á við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Sigmundur sjálfur vill ekki meina að svo sé. Með réttu eða röngu hafa margir viljað kenna Framsóknarflokkinn við ýmsa popúlíska flokka í Evrópu. Ýmsar yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttir hafa reynst umdeildar eins og þær að refsa beri RÚV fyrir umfjöllun um Framsóknarflokkinn í krafti vald síns sem formaður niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar sem rættist svo. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gaf upp boltann og sendi í raun stríðsyfirlýsingu á hendur fjölmiðlum þegar hann sendi frá sér grein við upphaf valdatíðar sinnar um loftárásir fjölmiðla á hendur sér og flokknum. Niðurstaða alls þessa virðist svo vera aukinn fólksflótti til Noregs og þar hefur FylkisflokkurGunnars Smára Egilssonar reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu og vakið upp óþægilega umræðu sem grundvallast á samanburði við Noreg. Er þá ónefnt eitt helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar, sem er afnám gjaldeyrishafta. Meðan þau eru við lýði er erfitt að meta efnahagsbreytur á borð við verðbólgu. Það væri efni í annað vers.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira